5. stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 11. ágúst 2022

Staðsetning: Spíran Garðheimum.  

Mættar: Anna Þ Bachmann, Gerður Steinarsdóttir, Sunna Gautadóttir, Svanhvít Sæmundsdóttir og Valka Jónsdóttir

Fundur hófst 17.15

Dagskrá:

Sýningar framundan:

Ágústsýning sérstaklega 

– Bikarar og medalíur fyrir hvolpa.

– Sýningarþjálfun fyrir ágústsýningu 

– Anna og Gurrý hafa skipulagt þrjár þjálfanir fyrir deildina sem verða á Víðistaðatúni

– Áherslur frá deildarsýningunni, æfing á borði og minna af nammi. 

– Dómaraáætlun frá HRFÍ – eru spennandi dómarar sem við viljum reyna að íhlutast í að dæmi okkar tegund, skoðað var hvort deildin gæti sent inn ábendingar um komandi sýningar.

Deildarsýning 

– Unnið að því að finna húsnæði og dómara fyrir deildarsýningu 2023 . 

– Rætt var um hvað væri heppilegur fjöldi deildarsýninga og voru reyfaðar ýmsar hugmyndir en ekki enn komin niðurstaða. 

Viðburðir:

– Unnið að skipulagningu hausthátíðar og tombólu/bingó

–  Gott húsnæði fyrir viðburði er áskorun að finna og er stjórn að leita allra leiða til að finna gott húsnæði.  Biðla þarf til félagsmanna um hvort þeir viti um húsnæði og allar ábendingar um gott húsnæði með eða án hunda vel þegnar. 

– Göngur og göngudagskrá

– Væntanlegt frá göngunefnd. 

– Ferð erlendis á sýningar t.a.m. Crufts 2023 

– Tillaga kom vegna fjölda áhugasamra um ferð á Crufts 2023 og verður opnuð síða fyrir áhugasama. Ekki yrði um hópferð heldur upplýsingasíðu um staðhætti og ferðir. Einnig gott að sameinast með leigubíla eða ferðir til og frá flugvelli. 

Aðrir viðburðir ræddir:

– Nýliðakynning.

– Bað eða kynning á snyrtingu.

Upplýsingar frá ræktunarráði 

– Augnskoðun

– Farið var yfir niðurstöður augnskoðunar 11. ágúst

– Hjartavottorð 

–  Hóphjartaskoðun áætluð í september – Auglýst síðar.

– Notkun rakka frá aðilum utan félags?

– Farið fyrir rétt og reglur.

– Ferli vegna breytinga á eigendum hunda 

– Deildin fær upplýsingar um allar eigendabreytingar. 

– Annað frá ræktunarráði

– Skráningar vottorða og annarra upplýsinga á vef og rakkalista þarf að koma staðfest frá HRFÍ áður en skráð er inn. 

Verkaskipting stjórnar

– Farið aftur yfir verkaskiptingu stjórnar við allt hér að ofan og fleira til. 

Vefsíðan okkar og síður á Facebook

 Fræðslumolar 

– Fræðslumolar settir inn á sér síðu á cavalier.is til að halda betur utan um molana og auðvelda aðgengi að þeim

– Frekari fræðslumolar væntanlegir

– Þróun vefsíðu – hverju mætti breyta varðandi útlit eða framsetningu.

– Geymsla mynda og annarra gagna 

– Ábyrgð einstaklinga í stjórn og ræktunarráðs fyrir uppfærslu á síðum og málefni vefsins.

– Deiling upplýsinga og frétta. Hver gerir hvað, stjórn skiptir með sér verkum. 

Önnur mál

  • Myndir – sem ekki hafa verið birtar, t.d. frá ársfundi. 
  • Ákall frá sýningarnefnd HRFÍ vegna aðstoðar við vinnu á ágúst sýningunni. (Bílastæðavarsla, rósettusala, ruslavakt og veitingar fyrir dómara). Auglýsing sett á síðu. 

Fundi slitið 19:30