Um komandi helgi, 8 – 9 nóvember, er Alþjóðleg sýning HRFÍ og bráðvantar sjálfboðaliða í hin ýmsu hlutverk yfir helgina.
Sjálfboðaliðar frá okkar deild hafa verið duglegir að taka að sér verkefni og erum við viss um að það verði einnig nú enda er sagt að margar hendur vinna létt verk og því munar um hvert viðvik.
Það geta allir aðstoðað þurfa ekkert að vera með hund á sýningunni. Bara hafa áhuga og gaman að því að umgangast hunda og fólk og vilja gleðja.
Hér fyrir neðan eru tvö skjöl þar sem hægt er að sjá hvaða verkefni þurfa að vinnast og er ýmislegt er í boði.
Uppsetning og niðurrif sýningar: https://hrfi.sharepoint.com/:x:/g/EUD5vDSDBKdMte78OVjBvVMB1k74gi4ZI9J8PuEel7k7dQ?rtime=nfP-Jaam2kg
Önnur aðstoð á sýningunni:
https://hrfi.sharepoint.com/:x:/g/Ef_dkCGVGiRLp1bmoFuhbxAB78a3VCriz9vIUe2YB-i1IA?e=xwJYdg&fbclid=IwAR2uEzHMvWG2pbQcB5yMib8h8HjCqL28FvFcqBKtIp3O4c2syK1Ub-BM0EQ
Vonumst við til og biðlum til félagsmanna Cavalierdeildarinnar að þeir hjálpi til við þessa sýningu líkt og við aðrar sýningar
Hlökkum til að sjá ykkur á sýningunni !