Winter Wonderland sýning 26. nóvember 2022

Helgina 26.-27. nóvember fór fram síðasta sýning ársins sem kölluð er Winter Wonderland og er bæði NKU Norðurlanda- og Crufts Qualification sýning. 54 cavalier hundar voru skráðir til leiks á laugardeginum (13 hvolpar, 21 rakki og 20 tíkur) en 7 mættu ekki. Dómari var Anne Tove Strande frá Noregi. Deildin gaf eignarbikara fyrir besta ungliða, bestu tík og besta rakka og Þórshamrar ræktun gaf bikar og medalíur fyrir hvolpa.

Í ljósi nýlegra atburða hjá vinum okkar í Noregi vildi deildin sýna samhug og báru sýnendur cavalier hunda, auk starfsfólks og fleiri sem vildu, barmnælur með norska og íslenska fánanum. Þetta vakti athygli og hafa ræktendur í Noregi lýst því yfir hvað þeim þótti vænt um þetta framtak. 

BOB og BOS – Eldlukku Ljúfi Bruno og ISCh Eldlukku Frán Þulu Lukka
Ljósmyndari: Hörður Vilhjálmsson

Besti hundur tegundar var Eldlukku Ljúfi Bruno sem er aðeins ársgamall og því aldeilis glæsilegur árangur hjá svona ungum hundi. Bruno varð einnig besti ungliði, fékk sitt annað ungliðameistarastig og titillinn ungliðameistari því í höfn. Hann fékk líka íslenskt meistarastig og norðurlandameistarastig auk þess sem HRFÍ hafði kynnt nýja titla fyrir þessa sýningu, þ.e. Ísland Winner. Sá titill er veittur bestu tík og besta rakka, bestu ungliðatík og -rakka og bestu öldungatík og -rakka. Bruno hlaut því tvo titla á þessari sýningu; ISJW-22 og ISW-22.

Best af gagnstæðu kyni var ISCh Eldlukku Frán Þulu Lukka með norðurlandameistarastig, auk titilsins ISW-22. Bæði hlutu þau svo einnig Crufts Qualification.

Besta ungliðatík var Litlu Giljár Blær sem hlaut sitt annað ungliðameistarastig og er þar með orðin ungliðameistari. Hún varð einnig önnur besta tík með íslenskt meistarastig og titilinn ISJW-22. Deildin eignaðist því tvo nýja ungliðameistara á þessari sýningu og við fögnum því svo sannarlega.

Besti hvolpur 4-6 mánaða var Eldlukku Vigrar Astró og besti hvolpur 6-9 mánaða Snjallar Kastaní Björt á brá. Besti öldungur var Eldlukku Ögri.

Þrír ræktunarhópar voru skráðir og besti ræktunarhópur tegundar var frá Eldlukku ræktun.

Nánari úrslit voru eftirfarandi:

Hvolpaflokkur 4-6 mánaða

Rakkar (2)

  1. sæti SL Eldlukku Vigrar Astró, eig. og rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir
  2. sæti SL Skaga Heklu Tindur, eig. og rækt. Svava Ragnarsdóttir

Tíkur (1)

  1. sæti SL Sunnulilju Tinna, eig. Berglind Ósk Kristjánsdóttir, rækt. Sigrún Lilja Ingibjargardóttir

Hvolpaflokkur 6-9 mánaða

Rakkar (3)

  1. sæti SL Þórshamrar Freyju Jón Skuggi, eig. Berglind Norðfjörð Gísladóttir, rækt. Fríða Björk Elíasdóttir
  2. sæti SL Þórshamrar Freyju Sólon, eig. Elísabet Inga Marteinsdóttir, rækt. Fríða Björk Elíasdóttir
  3. sæti SL Þórshamrar Freyju Tobbi, eig. Thelma Sif Sófusdóttir, rækt. Fríða Björk Elíasdóttir

Tíkur (7-2)

  1. sæti SL Snjallar Kastaní Björt á brá, eig. og rækt. Steinunn Rán Helgadóttir
  2. sæti SL Miðkots Tindra, eig. og rækt. Sunna Gautadóttir
  3. sæti SL Hafnarfjalls Karlottu Embla, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  4. sæti SL Hafnarfjalls Karlottu Edda, eig. Sigurlaug Rósa Guðjónsdóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann

Í öðrum flokkum fengu 11 rakkar Excellent og 6 Very good.

Ungliðaflokkur (6)

  1. sæti ex.ck. jun.cert. Eldlukku Ljúfi Bruno, eig. Dace Liepina, rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir
  2. sæti ex. Litlu Giljár Bassi, eig. Valbjörg Elsa Haraldsdóttir, rækt. Gerður Steinarrsdóttir
  3. sæti ex. Litlu Giljár Bono, eig. Hrönn Thorarensen, rækt. Gerður Steinarrsdóttir
  4. sæti vg. Pecassa’s Dare To Go Crazy, eig. Anna Þórðardóttir Bachmann og Svanhvít Sæmundsdóttir, rækt. Nina Ryland Kallekleiv

Unghundaflokkur (3)

  1. sæti ex.ck. Hafnarfjalls Karlottu Tómas, eig. Berglind Tómasdóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  2. sæti ex. Hafnarfjalls Karlottu Moli Kári, eig. Liselotta Elísabet Pétursdóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  3. sæti vg. Koparlilju Erró, rækt. Valdís Ósk Ottesen

Opinn flokkur (8-2)

  1. sæti ex.ck. Hafnarfjalls Unu Flóki, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  2. sæti ex. Hafnarfjalls Selmu Jökull, eig. Sæunn Elsa Sigurðardóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  3. sæti ex. Eldlukku Elvis Eldur, eig. og rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir
  4. sæti ex. Hafnarfjalls Unu Askur, eig. Addbjörg Erna Grímsdóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann

Meistaraflokkur (3-1)

  1. sæti ex.ck. ISCh ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock, eig. Arna Sif Kærnested og Anna Þórðardóttir Bachmann, rækt. Markus Kirschbaum
  2. sæti ex. ISCh Eldlukku Mjölnir, rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir

Öldungaflokkur (1)

  1. sæti ex. ISVetCh Eldlukku Ögri, eig. og rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir

Úrslit bestu rakkar

  1. Eldlukku Ljúfi Bruno – Cert, jun.cert, NCAC, BOB
  2. Hafnarfjalls Karlottu Tómas – res. NCAC
  3. Hafnarfjalls Unu Flóki
  4. ISCh ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock

13 tíkur fengu Excellent og 5 Very good.

Ungliðaflokkur (5)

  1. sæti ex.ck.jun.cert. Litlu Giljár Blær, eig. og rækt. Gerður Steinarrsdóttir
  2. sæti ex. Miðkots Embla, eig. og rækt. Sunna Gautadóttir
  3. sæti ex. Eldlukku Ögra Mandla, eig. og rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir
  4. sæti ex. Eldlukku Ljúfa Birta, eig. Fannar Víðir Haraldsson og Regína Thorarensen, rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir

Unghundaflokkur (5-1)

  1. sæti ex.ck. Snjallar Silfraða Sylgja, eig. og rækt. Steinunn Rán Helgadóttir
  2. sæti ex. Brellu Kviku Sprunga, eig. Sunna Gautadóttir, rækt. Valka Jónsdóttir
  3. sæti ex. ISJCh Hafnarfjalls Karlottu Elsa, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  4. sæti ex. Esju Nótt, eig. og rækt. Svanhvít Sæmundsdóttir

Opinn flokkur (7)

  1. sæti ex.ck. Hafnarfjalls Unu Tinna, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  2. sæti ex.ck. Eldlilju Daníelu Úlfa, rækt. Þórunn Aldís Pétursdóttir
  3. sæti ex. Hafnarfjalls Unu Birta, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  4. sæti vg. Drauma Skutla, eig. Svanhvít Sæmundsdóttir, rækt. Ingibjörg E. Halldórsdóttir

Meistaraflokkur (3-1)

  1. sæti ex.ck. ISCh Eldlukku Frán Þulu Lukka, eig. Steinunn Rán Helgadóttir, rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir
  2. sæti ex.ck. ISCh ISJCh Ljúflings Tindra, eig. og rækt. María Tómasdóttir

Úrslit bestu tíkur

  1. ISCh Eldlukku Frán Þulu Lukka – NCAC, BOS
  2. Litlu Giljár Blær – Cert, jun.cert, res. NCAC
  3. Snjallar Silfraða Sylgja
  4. Hafnarfjalls Unu Tinna

3 ræktunarhópar voru sýndir og fengu þeir allir heiðursverðlaun.

  1. Eldlukku ræktun – Svanborg S. Magnúsdóttir
  2. Hafnarfjalls ræktun – Anna Þórðardóttir Bachmann
  3. Litlu Giljár ræktun – Gerður Steinarrsdóttir

Deildin óskar öllum vinningshöfum og ræktendum innilega til hamingju með árangurinn. Birt með fyrirvara um villur, vinsamlegast látið vita ef einhverjar finnast.