Hvolpasýning 29. janúar 2023

Sýningaárið 2023 fór af stað sunnudaginn 29. janúar þegar HRFÍ hélt hvolpasýningu í reiðhöll Mána á Mánagrund í Keflavík. Skráðir voru samtals 120 hundar af 40 tegundum, sem dæmdir voru af íslenskum dómaranemum.

Bestu hvolpar: Elixir D’Amour-BI The Enchanting Dreamcatchers og Eros The Enchanting Dreamcatchers
Mynd: Fríða Björk Elíasdóttir

Til leiks mættu 11 cavalier hvolpar í aldursflokkinn 6-9 mánaða, 4 rakkar og 7 tíkur, dómari var Anna Guðjónsdóttir. Besti hvolpur tegundar var Eros The Enchanting Dreamcatchers og best af gagnstæðu kyni Elixir D’Amour-BI The Enchanting Dreamcatchers. Eros náði svo þeim flotta árangri að komast í 8 hvolpa úrtak í úrslitum sýningar.

Allir hvolparnir fengu einkunnina “sérlega lofandi” og nánari úrslit voru eftirfarandi:

Rakkar 6-9 mánaða (4)

  1. sæti SL Eros The Enchanting Dreamcatchers, eig. Guðríður Vestars, rækt. Guisy Pellegrini
  2. sæti SL Eldlukku Vigrar Astró, eig. og rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir
  3. sæti SL Hafnarfjalls Karlottu Kolur Breki, eig. Þórhalla Sigríður Stefánsdóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  4. sæti SL Skaga Heklu Tindur, eig. og rækt. Svava Ragnarsdóttir

Tíkur 6-9 mánaða (7)

  1. sæti SL Elixir D’Amour-BI The Enchanting Dreamcatchers eig. Anna Þórðardóttir Bachmann, rækt. Guisy Pellegrini
  2. sæti SL Hafnarfjalls Karlottu Embla, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  3. sæti SL Hafnarfjalls Karlottu Edda, eig. Sigurlaug Rósa Guðjónsdóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
  4. sæti SL Miðkots Tindra, eig. og rækt. Sunna Gautadóttir

Deildin óskar vinningshöfum og ræktendum til hamingju. Birt með fyrirvara um villur, vinsamlegast látið vita ef einhverjar finnast.