Sýningaárið 2023 fór af stað sunnudaginn 29. janúar þegar HRFÍ hélt hvolpasýningu í reiðhöll Mána á Mánagrund í Keflavík. Skráðir voru samtals 120 hundar af 40 tegundum, sem dæmdir voru af íslenskum dómaranemum.

Mynd: Fríða Björk Elíasdóttir
Til leiks mættu 11 cavalier hvolpar í aldursflokkinn 6-9 mánaða, 4 rakkar og 7 tíkur, dómari var Anna Guðjónsdóttir. Besti hvolpur tegundar var Eros The Enchanting Dreamcatchers og best af gagnstæðu kyni Elixir D’Amour-BI The Enchanting Dreamcatchers. Eros náði svo þeim flotta árangri að komast í 8 hvolpa úrtak í úrslitum sýningar.
Allir hvolparnir fengu einkunnina “sérlega lofandi” og nánari úrslit voru eftirfarandi:
Rakkar 6-9 mánaða (4)
- sæti SL Eros The Enchanting Dreamcatchers, eig. Guðríður Vestars, rækt. Guisy Pellegrini
- sæti SL Eldlukku Vigrar Astró, eig. og rækt. Svanborg S. Magnúsdóttir
- sæti SL Hafnarfjalls Karlottu Kolur Breki, eig. Þórhalla Sigríður Stefánsdóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
- sæti SL Skaga Heklu Tindur, eig. og rækt. Svava Ragnarsdóttir
Tíkur 6-9 mánaða (7)
- sæti SL Elixir D’Amour-BI The Enchanting Dreamcatchers eig. Anna Þórðardóttir Bachmann, rækt. Guisy Pellegrini
- sæti SL Hafnarfjalls Karlottu Embla, eig. og rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
- sæti SL Hafnarfjalls Karlottu Edda, eig. Sigurlaug Rósa Guðjónsdóttir, rækt. Anna Þórðardóttir Bachmann
- sæti SL Miðkots Tindra, eig. og rækt. Sunna Gautadóttir
Deildin óskar vinningshöfum og ræktendum til hamingju. Birt með fyrirvara um villur, vinsamlegast látið vita ef einhverjar finnast.