
Fimmtudagskvöldið 17. ágúst gengu 15 manns og 12 hundar saman góðan hring um Paradísardal. Þetta hafði verið fremur grár og blautur dagur framan af en það rættist heldur betur úr honum og við fengum dásamlegt veður í göngunni. Þökkum öllum fyrir samveruna og hlökkum til að sjá sem flesta á næstu viðburðum.