Jólaganga

Jólaganga deildarinnar verður haldin sunnudaginn 10. desember, hittumst kl. 12 á bílastæðinu fyrir framan Hafnarfjarðarkirkju. Þetta er taumganga og við endum á því að heimsækja jólaþorpið. Gaman væri ef sem flestir gætu komið í einhverju jólalegu t.d. með jólasveinahúfur, bæði menn og hundar. Í jólaþorpinu er síðan hægt að fá heitt kakó ef kalt er í veðri. Við viljum benda á að flexitaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu og minnum á skítapokana.

Viðburðurinn á Facebook

Athugið! Þetta árið fer ekki fram fyrirhugað aðventukaffi vegna framkvæmda í sal HRFÍ. Þess í stað verður haldinn nýársfagnaður 7. janúar sem verður auglýstur þegar nær dregur.