Allar færslur eftir Cavalier HRFI

Skýrsla stjórnar 2023

Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ haldinn 27. febrúar 2024 í húsnæði Hundaræktarfélags Íslands að Melabraut 17 í Hafnarfirði.

Árið 2023 gerðum við ýmislegt og stendur hæst deildarsýning og vel heppnaður hvolpahittingur.

Starf deildarinnar var í nokkrum blóma og fjöldi viðburða meiri en oft áður. Við héldum sérsýningu í maí, göngunefnd var með reglulegar göngur, fjölmennur hvolpahittingur var haldinn í september, við heiðruðum stigahæstu hunda og ræktendur ársins á undan og fórum saman út að borða eftir nokkrar sýningar. Tvær heilsufarsskoðanir voru á vegum deildarinnar, boðið var upp á sýnendanámskeið og hélt deildin á þriðja tug sýningaþjálfana. Auk þess hélt stjórn reglulega fundi. Einnig voru sendir út hóppóstar til hvolpakaupenda, ræktenda og rakkaeigenda á rakkalista.

Deildin færði Hundaræktarfélagi Íslands innflutningsgjöf við flutninga félagsins frá Síðumúla 32 á Melabraut 17.

Samið var við Dýrabæ um að vera aðal styrktaraðili deildarinnar árið 2023.

Í stjórn Cavalierdeildar HRFÍ sátu þetta árið:
Anna Þórðardóttir Bachmann, Bergþóra Linda Húnadóttir, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir. Fríða Björk Elíasdóttir lét af stjórnarsetu á árinu.

Lesa áfram Skýrsla stjórnar 2023

Hvolpasýning 27. janúar 2024

BOB og BOS 3-6 mánaða: Hafnarfjalls Birtu Linda og Hafnarfjalls Birtu Mói
BOB og BOS 6-9 mánaða: Mjallar Glanni og Mjallar Gná

Fyrsta sýning ársins fór fram laugardaginn 27. janúar en þá hélt HRFÍ hvolpasýningu í húsnæði félagsins í Hafnarfirði, með íslenskum dómurum og dómaranemum. Tæplega 160 hvolpar á aldrinum 3-9 mánaða voru skráðir til leiks og þar af voru flestir cavalier sem voru samtals 16.

Ágústa Pétursdóttir dæmdi cavalier og besti hvolpur tegundar 3-6 mánaða var Hafnarfjalls Birtu Linda, bestur af gagnstæðu kyni var bróðir hennar Hafnarfjalls Birtu Mói. Í eldri flokki 6-9 mánaða voru það einnig gotsystkini sem báru sigur úr býtum, Mjallar Glanni varð besti hvolpur tegundar og Mjallar Gná besta tík. Mjallar Glanni komst svo í 9 hvolpa úrtak í úrslitum dagsins. Dýrabær gaf verðlaunabikara og þátttökumedalíur.

Nánari úrslit urðu eftirfarandi:

Lesa áfram Hvolpasýning 27. janúar 2024

Kynning á dómara deildarsýningar – Judith Echazarra

I have been in contact with the breed for 25 years, as cavaliers were my family pets when I was a teenager and lived with my mother. I want to the NE in France to look for a quality dog that I loved 20 years ago, when I finished my bachelor degree in Business Administations and Finance.  I fell in love with a small dog and in a very timid way wrote the breeder if she had ever a male I would be interested, without thinking at all on showing.  After a couple of months, as my husband had always shown since he was 14 we decided to show him having our first Champion and going to the NE and getting the RCC. Then he felt the showing attraction, and decided to buy a bitch and a girl, and show her.  And this is what we have done since then, breeding with passion and showing without expecting anything.

Lesa áfram Kynning á dómara deildarsýningar – Judith Echazarra

Nýársfagnaður og heiðrun

Sunnudaginn 7. janúar stóð Cavalierdeildin fyrir pálínuboði til þess að fagna nýju ári og auk þess heiðra stigahæstu ræktendur og hunda sýningaársins 2023. Viðburðurinn var haldinn í húsnæði HRFÍ í Hafnarfirði og þökkum við öllum sem mættu fyrir dásamlega samveru. Einnig viljum við þakka Dýrabæ fyrir veglegar gjafir til þeirra sem voru heiðraðir.

Myndir: Sunna Gautadóttir

Stigahæsti hundur ársins: ISJCh ISJW-23 RW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers
Eigandi: Guðríður Vestars – Ræktandi: Giusy Pellegrini
Lesa áfram Nýársfagnaður og heiðrun