Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ haldinn 27. febrúar 2024 í húsnæði Hundaræktarfélags Íslands að Melabraut 17 í Hafnarfirði.
Árið 2023 gerðum við ýmislegt og stendur hæst deildarsýning og vel heppnaður hvolpahittingur.
Starf deildarinnar var í nokkrum blóma og fjöldi viðburða meiri en oft áður. Við héldum sérsýningu í maí, göngunefnd var með reglulegar göngur, fjölmennur hvolpahittingur var haldinn í september, við heiðruðum stigahæstu hunda og ræktendur ársins á undan og fórum saman út að borða eftir nokkrar sýningar. Tvær heilsufarsskoðanir voru á vegum deildarinnar, boðið var upp á sýnendanámskeið og hélt deildin á þriðja tug sýningaþjálfana. Auk þess hélt stjórn reglulega fundi. Einnig voru sendir út hóppóstar til hvolpakaupenda, ræktenda og rakkaeigenda á rakkalista.
Deildin færði Hundaræktarfélagi Íslands innflutningsgjöf við flutninga félagsins frá Síðumúla 32 á Melabraut 17.
Samið var við Dýrabæ um að vera aðal styrktaraðili deildarinnar árið 2023.
Í stjórn Cavalierdeildar HRFÍ sátu þetta árið:
Anna Þórðardóttir Bachmann, Bergþóra Linda Húnadóttir, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir. Fríða Björk Elíasdóttir lét af stjórnarsetu á árinu.






