
Vel mætt var í jólagöngu deildarinnar sem haldin var laugardaginn 7. desember. Úti var kalt en mjög stillt og fallegt. Hundarnir skörtuðu fjölbreyttum jólapeysum og nokkrir tvífætlingar mættu einnig með jólasveinahúfur. Genginn var hringur um miðbæ Hafnarfjarðar og endað í jólaþorpinu. Við þökkum fyrir samveruna og óskum öllum gleðilegrar hátíðar.





