Flokkaskipt greinasafn: Göngur

Jólaganga

Frábær mæting var í jólagöngu deildarinnar sunnudaginn 10. desember, 33 tvífætlingar og 24 hundar. Veðrið var kalt en stillt og við gengum frá Hafnarfjarðarkirkju, tókum góðan hring og kíktum við í Hellisgerði. Endað var í jólaþorpinu þar sem við rákumst á jólasvein sem hundunum leist misvel á.

Fleiri myndir hér

Jólaganga

Jólaganga deildarinnar verður haldin sunnudaginn 10. desember, hittumst kl. 12 á bílastæðinu fyrir framan Hafnarfjarðarkirkju. Þetta er taumganga og við endum á því að heimsækja jólaþorpið. Gaman væri ef sem flestir gætu komið í einhverju jólalegu t.d. með jólasveinahúfur, bæði menn og hundar. Í jólaþorpinu er síðan hægt að fá heitt kakó ef kalt er í veðri. Við viljum benda á að flexitaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu og minnum á skítapokana.

Viðburðurinn á Facebook

Athugið! Þetta árið fer ekki fram fyrirhugað aðventukaffi vegna framkvæmda í sal HRFÍ. Þess í stað verður haldinn nýársfagnaður 7. janúar sem verður auglýstur þegar nær dregur.

Elliðaárdalur

Loksins kom vorið og var mjög vel mætt í göngu deildarinnar um Elliðaárdalinn sunnudaginn 2. apríl. Samtals voru hundarnir 17 og 14 tvífætlingar fylgdu með. Fleiri voru úti að njóta veðurblíðunnar á sama tima og mættum við fullt af göngu-, hjóla- og hestafólki.

Næsta ganga er áætluð miðvikudagskvöldið 17. maí kl. 19 en þá ætlum við að ganga í kringum Reynisvatn og vonum til þess að sjá sem flesta.

Aprílganga

Næsta ganga verður sunnudaginn 2. apríl kl. 12.

Við hittumst á bílastæðinu fyrir neðan veg á móti Dýraspítalanum í Víðidal og göngum um efri hluta Elliðaárdals. Þetta er taumganga, við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu. Munið eftir skítapokum.

Viðburðurinn á Facebook