Nú endurtökum við leikinn þar sem færri komust að en vildu síðast.
Fullt á námskeiðið

Nú endurtökum við leikinn þar sem færri komust að en vildu síðast.
Fullt á námskeiðið


Sýningin sjálf fer svo fram sunnudaginn 27. október í reiðhöll Fáks í Víðidal. Skráning er nú þegar hafin á hundavefur.is og er frestur til 14. október. Nánari upplýsingar um sýninguna má sjá hér.

Smáhundakynning var haldin í Garðheimum helgina 21.-22. september og var Cavalierdeildin að sjálfsögðu með bás. Kynningin stóð frá kl. 13-16 báða dagana og var þá tækifæri fyrir áhugasama um tegundina að kíkja við, fá hundaknús og fræðast. Við áttum fulltrúa í öllum litum og vakti básinn mikla lukku.

Cavalierdeildin stóð fyrir feldhirðunámskeiði miðvikudagskvöldið 19. september. Nöfnurnar Anja og Ania, hundasnyrtar í Dekurdýrum, voru með sýnikennslu og tíkin Sera sett í allsherjar snyrtingu, bað og blástur. Farið var yfir ýmis tól og efni sem gott er að eiga, sýnt hvernig best er að hreinsa augu og eyru, klippa klær og snyrta hárin á milli þófa, en það er eini staðurinn sem á að klippa/raka á cavalier hundum. Í lokin var svo boðið upp á afslátt af vörum. Við þökkum stelpunum í Dekurdýrum kærlega fyrir frábært kvöld og mjög góða kennslu. Mikill áhugi var fyrir námskeiðinu og ætlum við því að endurtaka leikinn fljótlega, það verður auglýst á miðlum deildarinnar.
Athugið að fyrir DNA sýnatöku þarf að panta gögn frá Labogen fyrir tímann og koma með blöðin útprentuð.
Deildin mun eftir skoðunina senda sýnin út til Labogen ef óskað er eftir.

Uppfært – Fullt er orðið á námskeiðið en deildin stefnir á að halda annað síðar
