
Flokkaskipt greinasafn: Viðburðir
Nýársfagnaður og heiðrun
Við óskum ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir árið sem er að líða. Einnig auglýsum við fyrsta viðburð ársins.

Jólaganga

Frábær mæting var í jólagöngu deildarinnar sunnudaginn 10. desember, 33 tvífætlingar og 24 hundar. Veðrið var kalt en stillt og við gengum frá Hafnarfjarðarkirkju, tókum góðan hring og kíktum við í Hellisgerði. Endað var í jólaþorpinu þar sem við rákumst á jólasvein sem hundunum leist misvel á.
Jólaganga

Jólaganga deildarinnar verður haldin sunnudaginn 10. desember, hittumst kl. 12 á bílastæðinu fyrir framan Hafnarfjarðarkirkju. Þetta er taumganga og við endum á því að heimsækja jólaþorpið. Gaman væri ef sem flestir gætu komið í einhverju jólalegu t.d. með jólasveinahúfur, bæði menn og hundar. Í jólaþorpinu er síðan hægt að fá heitt kakó ef kalt er í veðri. Við viljum benda á að flexitaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu og minnum á skítapokana.
Athugið! Þetta árið fer ekki fram fyrirhugað aðventukaffi vegna framkvæmda í sal HRFÍ. Þess í stað verður haldinn nýársfagnaður 7. janúar sem verður auglýstur þegar nær dregur.
Sýningaþjálfun
Þjálfun fyrir hvolpasýningu
Út að borða eftir sýningu
Myndir frá hvolpahittingi

Smellið hér til að sjá fleiri myndir
Cavalierdeild HRFÍ hélt hvolpahitting fyrir hvolpa að eins árs aldri þann 13. september sl. Hittingurinn var haldinn í húsnæði HRFÍ og mættu rúmlega 60 hvolpar með um 100 eigendum sínum. Deildin bauð upp á grillaðar pylsur og gaf Dýrabær öllum hvolpum sem komu gjöf.
Stjórn deildarinnar þakkar öllum sem kíktu við og við hlökkum til að sjá ykkur á næstu viðburðum.


