Fundargerð ársfundar 2013

Fundargerð aðalfundar 27. mars 2013

Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ var haldinn þann 27. mars 2013 á skrifstofu HRFÍ í Síðumúla 15. Þátttaka á fundinum var um 20 manns. María Tómasdóttir setti fundinn og bað Önnu Björgu Jónsdóttur að sjá um fundarstjórn og Guðríði Vestars um fundarritun.

Skýrsla stjórnar:

Formaður las skýrslu stjórnar og fylgir hún hér á eftir.

Kosning 3ja manna í stjórn:

Ingibjörg Halldórsdóttir, Elísabet Grettisdóttir og Ingunn Hallgrímsdóttir höfðu lokið 2ja ára kjörtímabili. Ingibjörg og Elísabet gáfu kost á sér áfram en Ingunn ekki. Eitt framboð barst frá Eddu Hlín Hallsdóttur, Hlínarræktun og þar sem önnur framboð bárust ekki voru þær sjálfkjörnar.

Kosning í nefndir:

Samkvæmt reglum ræktunardeilda getur stjórn tilnefnt í nefndir. Stjórnin hefur yfirumsjón með störfum nefnda og skal henni fullkunnugt um alla starfsemi sem þar fer fram hverju sinni. Kosið var í eftirfarandi nefndir:

Göngunefnd: Elísabet Grettisdóttir, Kolbrún Þórlindsdóttir, Kristjana Daníelsdóttir, Guðrún Birna Jörgensen, Anna Björg Jónsdóttir, Ásta Björg Guðjónsdóttir, Gerður Steinarsdóttir og Hildur Gunnarsdóttir.

Básanefnd : Ásta Björg Guðjónsdótir, Gerður Steinarsdóttir og Guðrún Birna Jörgensen.

Kynninganefnd: Ingibjörg Halldórsdóttir, Bjarney Sigurðardóttir, Elísabet Grettisdóttir, Hrefna Hrólfsdóttir og María Tómasdóttir.

Önnur mál:

Arna Sif Kærnested kvaddi sér hljóðs fyrir hönd göngunefndar og sagði frá þátttöku í göngum deildarinnar. Kom í ljós að Garðar Guðmundsson hafði mætt í flestar göngurnar og hlaut hann bikar sem göngumeistari ársins. Í fundarlok var gestum boðið upp á veisluborð sem göngunefndin hafði útbúið og var þar ekki skorið við nögl.