Stjórnarfundur 30. september 2013

Mættar: María, Ingibjörg, Guðríður, Edda Hlín og Elísabet

1.  Sýningardómar á septembersýningunni

28 cavalierar voru skráðir á septembersýningu HRFÍ  sem fór fram 7. – 8. september.  Þetta eru töluvert færri cavalierar en undanfarin ár á sama tíma, svo eitthvað virðist áhugi cavaliereigenda að minnka á þátttöku í sýningum. Aðeins 4 hvolpar voru sýndir en að sjálfsögðu fækkar þeim með minnkandi ræktun. Þetta var Cacib sýning og náðu tveir cavalierar fjórða alþjóðlega stiginu og verða því væntanlega alþjóðlegir meistarar eftir staðfestingu frá FCI. Þetta voru Ljúflings Dýri sem varð BOB og Sandasels Kvika sem varð önnur besta tík. BOS var Ljúflings Hetja sem fékk sitt fyrsta meistarastig og annar besti rakki Hrísnes Krummi Nói náði 3. og síðasta meistarastiginu og er því íslenskur meistari. Það náðist því ágætis árangur á þessari sýningu. Dómari var Svein Helgesen frá Noregi sem er þaulvanur cavalierdómari og hefur áður dæmt tegundina hér á landi. Farið var yfir dómana sem voru yfirleitt nokkuð góðir. Ljúflings Dýri fékk 4. sætið í grúppu 9 en hvolparnir komust ekki í úrslit að þessu sinni. Vonandi verður betri þátttaka á nóvembersýningunni.

2. Rakkalisti

Farið yfir rakkalistann, á listanum eru í dag, 2 þrílitir rakkar, 11 blenheim, 6 ruby og 6 black and tan.

3. Got og væntanleg got

Á s.l.  9 mánuðum ,  þ.e. janúar til september loka 2013, hafa  verið 17 got og 61 cavalierhvolpur bæst við stofninn.  Nokkuð ljóst er því að fjölgun cavaliera á þessu ári verður í sögulegu lágmarki nema einhver fæðingarsprengja verði síðustu 3 mánuðina. Vitað er um þrjú væntanleg got í október. Lítið er um fyrirspurnir um hvolpa og hafa sumir ræktendur farið þá leið að auglýsa á bland, sem virðist vera sá vefur sem flestir skoða. Skoðanir eru þó skiptar á þeim vef og ekki allir sem kæra sig um að auglýsa þar. Yfirleitt tekst þó að finna góð heimili, þó ræktendur þurfi oft að hafa hvolpana lengur en þessar 10 vikur sem flestir miða við.

4. DNA prófin

Lítið hefur verið  um DNA próf þetta árið, þar sem flestir undaneldishundana eru fríir af EF og CC. Tekið hefur verið saman hversu margir berar hafa komið í ljós í prófunum og reyndust  7 cavalierar vera berar fyrir Curly Coat/Dry Eye en 61 beri fyrir Episodic Falling. Sex cavalierar greindust „affected“ af EF, það er með sjúkdóminn.   Áhersla er lögð það hjá erfðafræðingum AHT að taka ekki arfberana úr ræktun, heldur para þá með fríum hundum til að minnka ekki genabreiddina í stofninum.

5. Litirnir í tegundinni

Farið yfir hvernig litirnir erfast í tegundinni og hvernig haga þarf ræktun í samræmi við það. Yfirleitt eru heillitir paraðir með heillitum og blenheim með blenheim eða  þrílitum. Ef ætlunin er að fá nýtt blóð í heillita stofninn er þó stundum notaður mjög góður einstaklingur blenheim eða þrílitur á hund/tík sem hefur hreina heillita línu á bak við sig í a.m.k. 4 – 5 ættliði. Afkvæmi þeirra sem verða svo notuð í ræktun síðar á eingöngu að rækta með sterkum heillitum línum. Víkjandi heillita hunda á ekki að para með blenheim eða þrílitum og ekki tvo víkjandi heillita saman, því þá eru líkur á litagöllum og ræktunin verður ekki markviss, þar sem allir litir geta komið í gotinu. Mjög áríðandi er að missa ekki ráðandi heillita hunda úr stofninum.

6. Nóvembersýningin

Deildin á að sjá um uppsetningu á næstu sýningu ásamt öðrum deildum.  Við þurfum að útvega fólk í þá vinnu. Ekki er ennþá ákveðið hvar sýningin verður. Cavalierdeildin mun gefa bikara á sýninguna.

7. Fræðsla

Rætt var hvort deildin gæti boðið uppá  einhvers konar fræðslukvöld nú  í haust, t.d. hvað varðar atferli eða þjálfun á hundum  og tók Gurrý að sér að athuga með það.

Fleira ekki tekið fyrir og fundið slitið

f.h.stjórnar

María Tómasdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s