6. Stjórnarfundur 2018

Fundarstaður: Skrifstofa HRFÍ, Síðumúla 15, Reykjavík

Mættar: Gerður Steinarrsdóttir, Ingibjörg E. Halldórsdóttir, Hrönn Thorarensen og Valka Jónsdóttir. Þóra Margrét Sigurðardóttir var fjarverandi.

Fundur hófst kl. 20:00

Dagskrá:

  1. Dómar fyrir hvolpasýninguna 8. júní og Alþjóðlegu sýninguna 10. júní

Farið var yfir dómana fyrir ofangreinda daga en dómar fyrir Norðurlandasýninguna 9. júní voru ekki tilbúnir hjá skrifstofu.  

  1. Ný Persónuverndarlög

Ljóst er að samkvæmt lögunum þarf að fara í töluverða endurskoðun á upplýsingum á vefsíðu deildarinnar. Sú vinna er hafin.

  1. Augnskoðanir í mars og maí 2018

19 cavalierar mættu í augnskoðun í mars og í maí. 14 tíkur og 5 rakkar. Fjórar tíkur höfðu CD- cornea dystrophi, ein greindist með PHTVL gr. 1 og ein með RD – Retinal Dysplasia fokal. Einn rakki greindist með CD og einn með Dermoid. Ekkert af þessu hefur áhrif á ræktun undan hundunum.  

  1. Rakkalisti

Farið var yfir rakkalistann. Heldur hefur fækkað á listanum og er það áhyggjuefni hversu fáir nýir rakkar eru sýndir og augn- og hjartaskoðaðir, sem er nauðsynlegt til að hægt sé að bæta þeim á listann.

Fleira var ekki tekið fyrir

Fundi slitið kl. 22:00

Fundargerð ritaði Hrönn Thorarensen