Fundarstaður: Skrifstofa HRFÍ, Síðumúla 15, Reykjavík
Mættar: Gerður Steinarrsdóttir, Ingibjörg E. Halldórsdóttir, Hrönn Thorarensen og Valka Jónsdóttir. Þóra Margrét Sigurðardóttir var fjarverandi.
Fundur hófst kl. 20:00
Dagskrá:
- Dómar fyrir hvolpasýninguna 8. júní og Alþjóðlegu sýninguna 10. júní
Farið var yfir dómana fyrir ofangreinda daga en dómar fyrir Norðurlandasýninguna 9. júní voru ekki tilbúnir hjá skrifstofu.
- Ný Persónuverndarlög
Ljóst er að samkvæmt lögunum þarf að fara í töluverða endurskoðun á upplýsingum á vefsíðu deildarinnar. Sú vinna er hafin.
- Augnskoðanir í mars og maí 2018
19 cavalierar mættu í augnskoðun í mars og í maí. 14 tíkur og 5 rakkar. Fjórar tíkur höfðu CD- cornea dystrophi, ein greindist með PHTVL gr. 1 og ein með RD – Retinal Dysplasia fokal. Einn rakki greindist með CD og einn með Dermoid. Ekkert af þessu hefur áhrif á ræktun undan hundunum.
- Rakkalisti
Farið var yfir rakkalistann. Heldur hefur fækkað á listanum og er það áhyggjuefni hversu fáir nýir rakkar eru sýndir og augn- og hjartaskoðaðir, sem er nauðsynlegt til að hægt sé að bæta þeim á listann.
Fleira var ekki tekið fyrir
Fundi slitið kl. 22:00
Fundargerð ritaði Hrönn Thorarensen