Fundargerð ársfundar 2019

Tímasetning: Fimmtudagur 14. mars 2019, kl. 20.00

Staðsetning: Skrifstofa HRFÍ, Síðumúla 15, Reykjavík.

Fundinn sátu: Stjórn (Gerður Steinarrsdóttir formaður, Hrönn Thorarensen, Ingibjörg E. Halldórsdóttir, Valka Jónsdóttir og Þóra Margrét Sigurðardóttir) auk 23 fundargesta.

Fundur er settur kl. 20:10.

Gerður setur fundinn. Hún skipar Völku fundarstjóra og Þóru fundarritara, sem var samþykkt af fundargestum. Valka fer yfir lögmæti og dagskrá fundarins.

Dagskrá:

 1. Skýrsla stjórnar

Þóra les skýrslu stjórnar fyrir árið 2018.

 • Gerður fær leyfi til að breyta dagskrá til að þakka Ingibjörgu fyrir vel unnin störf í þágu deildarinnar. Hún flytur Ingibjörgu þakkarræðu og færir henni blómvönd fyrir hönd deildarinnar.
 1. Stjórnarkjör

Gerður, Ingibjörg og Þóra hafa lokið sínu 2ja ára kjörtímabili, það eru því þrjú sæti laus í stjórn. Ingibjörg og Þóra gefa ekki kost á sér áfram en Gerður sækist eftir endurkjöri. Auk þess eru þrjú önnur framboð, þær Anna Þórðardóttir Bachmann, Laufey Guðjónsdóttir og Steinunn Rán Helgadóttir bjóða sig fram. Valka fer yfir reglur um kjörgengi og býður frambjóðendum að kynna sig fyrir fundargestum, sem þær allar gera. Auður Sif Sigurgeirsdóttir og Halldóra Konráðsdóttir eru fengnar til að telja atkvæðin með samþykki fundarins. Þær taka við atkvæðum og athuga kosningarétt fundargesta.

 • Meðan beðið er eftir niðurstöðum heiðrar Gerður aldursforseta og stigahæstu hunda deildarinnar árið 2018. Aldursforsetarnir eru gotsystkinin Óseyrar Amor og Andrea, 14 ára og 7 mánaða. Því miður gat Andrea ekki mætt en Amor mætti ásamt eigendum sínum, Ásu Ingþórsdóttur, eiginmanni og tveimur dætrum, og taka þau á móti viðurkenningarskjali ásamt gjafapoka frá Dýrabæ. Stigahæstu hundarnir eru þau Drauma Glódís, Kvadriga´s Surprise (Jippi), Magic Charm´s Artic og Hrísnes Max. Glódís og Jippi mættu á fundinn og taka á móti viðurkenningarskjali og gjafapoka frá Dýrabæ ásamt eigendum sínum, Ingibjörgu, Sigurjóni Stefánssyni og Guðríði Vestars (Gurrý). Eigendur Artics og Max, þær María Tómasdóttir og Laufey, taka við viðurkenningarskjali og gjafapoka frá Dýrabæ fyrir þeirra hönd.

Að talningu lokinni kynnir Auður Sif niðurstöðu kosningar, það var mjótt á munum og því var talið tvisvar sinnum. Niðurstöðurnar voru þær að Anna hlaut 16 atkvæði, Gerður 14, Steinunn 13 og Laufey 12 atkvæði. Það eru því Anna, Gerður og Steinunn sem taka sæti í stjórn næstu tvö árin.

 1. Skipun í nefndir

Nú er aðeins ein nefnd starfandi innan deildarinnar þ.e. kynninganefndin en ekki var starfandi göngunefnd á síðasta ári og er óskað eftir sjálfboðaliðum í þá nefnd. Hjónin Konráð Guðmundsson og Guðrún Guðnadóttir bjóða sig fram ásamt Sunnu Gautadóttur og Svanhvíti Sæmundsdóttur. Framboð þeirra voru samþykkt og sitja þau því nú í göngunefnd. Þóra gefur ekki kost á sér áfram í kynninganefnd en Gerður, Halldóra, Ingibjörg og Steinunn gefa kost á sér áfram, ásamt því að Sunna og Fríða Björk Elíasdóttir gefa kost á sér. Það er samþykkt og því sitja þær í kynninganefnd þetta árið.

 1. Önnur mál

Opnað er fyrir umræður og önnur mál.

 • Steinunn biður um nánari upplýsingar um afmælisnefnd HRFÍ sem greint var frá í skýrslu stjórnar. Gerður segir að þær hafi verið boðaðar á einn fund en nánari upplýsingar komi síðar og muni stjórnin fylgjast með þeim málum.
 • Anna spyr um farandbikar síðan á ágústsýningunni í fyrra, þar sem tíkin hennar vann, en enginn farandbikar var á þeirri sýningu. Gerður gerir grein fyrir að það vanti farandbikara á tvær HRFÍ sýningar, alþjóðlegu sýninguna í júní og NKU sýninguna í ágúst sem er ný sýning. Deildin hefur aldrei gefið farandbikara. Þeir farandbikarar sem til eru voru gjafir frá ræktendum á sínum tíma. Deildin reynir að fjármagna eignarbikara fyrir hverja sýningu, ýmist sjálf, með styrkjum frá ræktendum eða Dýrabæ (sem hefur verið einn aðal styrkaraðili deildarinnar undanfarið). Það sé rétt að ekki sé til farandbikar fyrir umrædda sýningu en bendir á að frjálst sé að bjóða fram styrki til bikarakaupa til stjórnar eða gefa farandbikara.
 • Sigríður Elsa Oddsdóttir spyr um rakkatollinn, það verð sem rakkaeigandi fær fyrir að lána rakka á tík, hvort það eigi að samræma upphæð eða hvort það sé ákvörðun hvers og eins. Gerður svarar og greinir frá því að deildin geti aðeins verið leiðbeinandi með það líkt og með hvolpaverð, eins og er sé viðmiðið 20% af heildarverði hvolps, miðað við gangverð á hverjum tíma og bendir á að best sé að samið sé um slíkt fyrir pörun. Annars sé þetta ákvörðun hvers og eins rakkaeiganda.
 • Valka segir frá fyrirspurn sænska cavalierklúbbsins en stjórninni barst tölvupóstur frá þeim með boði um samstarf allra cavalierklúbbanna á Norðurlöndum. Stjórnin þáði það boð og þykir það tilhlökkunarefni að starfa með þeim.
 • Valka greinir frá því að deildin sé loks komin með kennitölu og les í því tilefni upp tilgang ræktunardeildar sem kemur fram í því skjali.
 • Fríða nefnir að gaman væri að halda inni medalíum á hvolpasýningum, líkt og var á síðustu hvolpasýningu. Valka vísar þeirri beiðni til ræktenda, Gurrý (Dýrabær) býður sig fram og mun því sjá um þær medalíur á n.k. júnísýningunum.

Fundi er formlega slitið kl. 21:30.

Gestum er boðið upp á veitingar, í boði stjórnar og fundarmeðlimir spjalla saman.

Að lokum flytur Auður Sif erindi sitt, Sýningarhundurinn – þjálfunin og hringurinn.

Fundargerð ritaði Þóra Margrét Sigurðardóttir, fráfarandi ritari stjórnar.

Stjórn þakkar Auði Sif kærlega fyrir erindi sitt og þakkar fundargestum fyrir komuna.

Fundargestir: (samkvæmt gestabók)

Anna Þórðardóttir Bachmann 
Arna Sif Kærnested 
Bára Óskarsdóttir
Danfríður Árnadóttir
Droplaug Lára Kerúlf
Fríða Björk Elíasdóttir
Gerður Steinarssdóttir 
Guðbjartur Lárusson
Guðríður Vestars
Guðrún Guðnadóttir
G. Rannveig Jónsdóttir
Halldóra Konráðsdóttir  
Hildur Guðrún Gunnarsdóttir 
Hrönn Thorarensen 
Ingibjörg E. Halldórsdóttir 
Konráð Guðmundsson
Kristín Bjarnadóttir
Laufey Guðjónsdóttir
María Tómasdóttir 
Sigríður Elsa Oddsdóttir
Sigurjón Stefánsson 
Steinunn Rán Helgadóttir 
Sunna Gautadóttir
Svanhvít Sæmundsdóttir
Sveinn Ólafsson
Valka Jóndóttir 
Vigdís Una Sveinsdóttir
Þóra Margrét Sigurðardóttir 

Gestir: Auður Sif Sigurgeirsdóttir, Margrét Guðrún Bergsveinsdóttir og R. Ása Ingþórsdóttir (+3 manns). Auk þess þrír hundar; Drauma Glódís, Kvadriga´s Surprise og Óseyrar Amor.

Samantekt:

Stjórn Cavalierdeildar HRFÍ 2019-2020:
Gerður Steinarrsdóttir
Hrönn Thorarensen
Valka Jónsdóttir
Anna Þórðardóttir Bachmann
Steinunn Rán Helgadóttir

Stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund.

 Göngunefnd:
– Guðrún Guðnadóttir
– Konráð Guðmundsson
– Sunna Gautadóttir
– Svanhvít Sæmundsdóttir

 Kynninganefnd:
– Fríða Björk Elíasdóttir
– Gerður Steinarrsdóttir
– Halldóra Konráðsdóttir
– Ingibjörg E. Halldórsdóttir
– Steinunn Rán Helgadóttir
– Sunna Gautadóttir