Göngu dagsins frestað til morguns fimmtudagsinn 17. sept kl. 18:30

Cavalierdeild HRFí býður til göngu á Geldinganes í Grafarvogi.

Hittumst við Geldinganes í Grafarvogi og göngum þaðan eftir vegslóða yfir í Geldinganes. Gengið verður um um nesið og hundunum leyft að leika sér, ágætt svæði til að leika og um að gera að hafa leikföng eins og bolta eða frisbí. Þeir sem vilja geta kíkt í fjöruna á bakaleiðinni. Þetta er auðveld ganga og gott leiksvæði. Gangan er rúman klukkutíma og við allra hæfi. Gengið á göngustíg. Þetta er lausaganga, við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir vegna slysahættu.
Munið eftir skítapokum.

Göngutími er rúm klukkustund.

Við hvetjum ykkur til að mæta í þessar sameiginlegu gönguferðir, þar gefst cavaliereigendum tækifæri til þess að kynnast og hundarnir læra að umgangast aðra hunda.

ATH! Fólk sem er með lóðatíkur er vinsamlegast beðið um að taka lóðatíkur ekki með í göngurnar og skal miða við 25 daga frá því að tík byrjar að lóða.

Hlökkum til að sjá ykkur,
Göngunefnd Cavalierdeildar HRFÍ

Hér er slóð á þáttöku viðburðar; www.facebook.com/events