Eins og öllum er kunnugt er ný covid bylgja farin af stað á höfuðborgarsvæðinu og stjórnvöld að mælast til aukinnar varkárni almennings. Í því ljósi höfum við endurmetið stöðuna varðandi fyrirhugaðar sýningar og ákveðið að meistarasýningar sem eru á dagskrá næstu helgi, 26. og 27. september, verði færðar aftur um mánuð, eða til 24. og 25. október. n.k. Þá verði hvolpasýningin sem auglýst er 3.-4. október færð aftur til 17.-18. október. Dagsetning meistarasýningar og keppni ungra sýnenda þann er 10.-11. október verður óbreytt.
Vonandi næst að koma böndum á smitin næstu daga og þessar dagsetningar fá að standa. Ef ekki, færum við sýningarnar aftur til á meðan við höfum svigrúm með húsnæði og dómara.
Þá gerum við ráð fyrir þeirri breytingu að Þorbjörg Ásta Leifsdóttir dæmi helgina 24. og 25. október eftirfarandi tegundir í stað þeirra dómara sem auglýstir eru í dag: Collie Rough, Collie Smooth, Shetland sheepdog og Siberian Husky. Þeir sem óska eftir að fella skráningu sína niður vegna þessara breytinga (ath. á ekki við um sýningar 10.-11. október), eða eru með hunda sem færast á milli aldursflokka við breytinguna, eru vinsamlegast beðnir um að senda okkur póst þess efnis á hrfi@hrfi.is fyrir lok næsta mánudags, 28. september n.k.
Að öðrum kosti gerum við ráð fyrir að skráningin gildi fyrir síðari dagsetningar.
Ný skráningalok eru á miðnætti dags sem hér segir og fara sem fyrr fram á hundeweb.dk:
Meistarasýning og keppni ungra sýnenda 10. og 11. október: 5. október (óbreytt)
Hvolpasýning 17.-18. október: 12. október
Meistarasýningar 24. og 25. október: 19. október
Baráttukveðjur og farið varlega! Sýningastjórn.
Upplýsingar um hvolpasýninguna má finna hér: www.hrfi.is/freacutettir/hvolpasyning-3-4-oktober
Upplýsingar um meistarastigssýningarnar má finna hér: www.hrfi.is/freacutettir/meistarastigssyningar-og-keppni-ungra-synenda