Mánudaginn 21.09.2020
Fundarstaður: Starengi 62.
Fundinn sátu: Anna Þórðardóttir Bachmann, Björk Grétarsdóttir, Steinunn Rán Helgadóttir, Fríða Björk Elíasdóttir.
Fundur settur kl. 19:40
Dagskrá:
Vefsíðan
Hjartaskoðun
DNA skoðanir
Meistarasýning og hvolpasýning
Önnur mál
Vefsíðan
Vefumsjón, setja mynd af vefumsjónarhóp á heimasíðunni.
All efni sem snýr að deildinni fer í gegnum heimasíðuna og verði deilt þaðan á facebook. Vefumsjón er í höndum Bjarkar.
Markaðssetning, unnið verði að tillögu um styrki, styktarlínur í ýmsum stærðarflokkum, lagt framá næstafundi.
Hjartaskoðun á vegum deildarinnar verður í október, unnið að undirbúningi og auglýsingagerð. DNA skoðanir
Ekki er komið formlegt svar frá HRFÍ varðandi fyrirspurn frá deildinni um þátttöku HRFÍ í DNAskoðun deilda í samræmi við nýjar reglur sem taka gildi um áramót.
Unnið er að undirbúningi á DNA hópskoðun í samráði við dýralækni. Búið að skoða verð á pinnum.
Meistarastig sýning HRFÍ 24-25 október og hvolpasýning 17.og 18.október.
Tveir ræktendur ætla að styrkja deildina um bikara BOB og BOS ásamt viðurkenningum fyrir hvolpa. Deildin mun sjá um viðurkenningar fyrir hvolpa á hvolpasýningunni.
HRFÍ hefur óskað eftir aðkomu deilda að þessari sýningu.
Farið verður út að borða, ákveðið hefur verið að breyta til , nánar auglýst síðar.
Heiðrun stigahæstu hunda ársins verður ekki með hefðbundnu sniði hjá HRFÍ þar sem sýningar ársins, allar nema febrúar sýningin, hafa verið felldar niður, deildin mun því ekki heiðra stigahæsta hundinn í ár.
Deildin hefur staðið fyrir sýningaþjálfunum í takt við auglýsta Meistarasýningu og mun halda því áfram í október.
Önnur mál
Ítrekuð hefur verið fundarbeiðni í fjórða sinn með Ræktunar og staðlanefnd.
Fundargerð lesin og samþykkt
Næsti fundartími ákveðinn
Fundi slitið kl. 21.10
Fundargerð ritaði Steinunn Rán