10. Stjórnarfundur 2020

10. Stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 

Þriðjudaginn 1.12.2020 

Fundarstaður: Team (fjarfundur). 

Fundinn sátu: Anna Þórðardóttir Bachmann, Björk Grétarsdóttir, Fríða Björk Elíasdóttir. 

Fundur settur kl. 18:00 

Dagskrá: 

Úrsögn Steinunnar Rán Helgadóttur.

Aðventukaffi.

Önnur mál.

Úrsögn Steinunnar Rán Helgadóttur.

Steinunn Rán sendi tölvupóst til deildar og stjórn HRFÍ um að hún óskaði eftir að segja sig úr stjórn Cavalierdeildar. Stjórn samþykkti úrsögn Steinunnar og vill þakka henni fyrir samstarfið.

Aðventukaffi.

Þar sem fjöldatakmarkanir eru enn í gangi í þjóðfélaginu ákvað stjórnin að fella niður aðventukaffið í ár.

Aðrar hugmyndir komu fram til að reyna viðhalda jólagleðina, þar á meðal að óska eftir jólalegum myndum af voffunum okkar. Verður auglýst fljótlega.

Vonast er til að sem flestir taki þátt svo facebook síða deildarinnar fyllist af jólagleði og hátíðarbrag.

Önnur mál.

Rætt var enn einu sinni um ræktunar og staðlanefnd en enn hefur ekki verið svarað fyrri póstum.

Einnig var rætt um að hafa hópskoðun bæði með DNA og hjartaskoðun, en það hefur ekki enn verið hægt að fá dýralækni til að komast með þetta á næsta stig.  Stjórn getur þó leiðbeint og gefið upplýsingar um rannsóknarstofur á netfangi stjórnar cavalierdeildinhrfi@gmail.com

Fundargerð lesin og samþykkt.

Næsti fundartími ákveðinn.

Fundi slitið kl. 18.40 

Fundargerð ritaði Fríða Björk.