12. Stjórnarfundur

12. Stjórnarfundur Cavalierdeildarinnar

Mættar: Anna Þ. Bachmann, Björk Grétarsdóttir, Fríða Björk Elísdóttir

Dagskrá fundarins:

  • Svar ræktunar og staðlanefnd við fyrirspurn
  • Hópskoðun í hjartaskoðun og DNA.
  • Áskrift að kerfinu

Efni fundarins:

Svar ræktunar og staðlanefnd við fyrirspurn

Stjórninni hefur borist svar Ræktunar og staðlanefndar og mun erindi okkar verða tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar. Við búumst við svari mjög fljótlega.

Hópskoðun í hjartaskoðun og DNA

Cavalierdeildin auglýsir hjartaskoðun í samstarfi við Steinunni Geirsdóttur dýralækni sem mun gefa út hjartavottorð, einnig mun Steinunn bjóða upp á sýnatöku fyrir DNA próf.

Staðsetning: Lækjargötu 34 b. Hafnarfirði

Tímapantanir hjá Fríðu í síma 696 7806 eða með tölvupósti 

á cavalierdeildinhrfi@gmail.com

Miðvikudaginn 24. febrúar 2021 á milli kl. 17-19 

Verð kr. 3000,- fyrir einn hund en 2500,- fyrir tvo eða fleiri. Verð 2500,- fyrir DNA próf (greitt um leið og skoðað er).

Ferlið við DNA próf er þannig: 

1. Þú kaupir gögn fyrir DNA próf með því að fara inn á eftirfarandi vefslóð hjá þýsku rannsóknastofunni LABOGEN

2. Þú prentar út gögnin sem þú færð send með tölvupósti og mætir með í DNA prófið hjá Steinunni. 

3. Steinunn útvegar pinna til sýnatöku 

4. Cavalierdeildin sér um að senda sýnagögnin út til rannsóknar.

Þess má geta að LABOGEN eru með afslátt fyrir ræktendur og selja „kit“ fyrir þessi tvö afbrigði (EF og CC) sem eru skilyrði í okkar tegund. (Combi: Dry Eye Curly Coat + Episodic Falling)

Markmiðið er að fá sem flesta hunda tveggja ára og eldri í skoðun.

Áskrift að kerfinu

Fram kom á fundinum að áskrift að kerfinu tenset.co.uk – en áskriftin er að renna út. Ákveðið var að endurnýja í eitt ár enda útgáfa nýs kerfis hjá HRFÍ ekki fyrirsjáanlegt á næstu mánuðum.

Fundargerð lesin yfir og samþykkt.

Fundargerð ritaði Björk Grétarsdóttir.