Aldursforseti Cavalier 2021

Óseyrar Andrea féll frá á árinu 16 ára og 4 mánaða gömul og sendum við eigendum hennar samúðarkveðju okkar.

Í dag er Sjarmakots Fígaró Freyr aldursforsetinn eftir því sem næst verður komist en hann er 14 ára og 10 mánaða, hann er fæddur 3. maí 2006,

foreldrar hans eru Tibama´s Think Twice og Tibama´s Rainbow High en þau eru bæði innflutt frá Noregi. Ræktandi Sjarmakots ræktunar er Ingunn Hallgrímsdóttir.

Fengum þessa fallegu mynd frá eigandanum Magnúsi Gissurasyni