1. Stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 2021-2022

Fundur haldinn í Síðumúla 15, 29. mars 2021 kl. 17.00

Mættar: Björk Grétarsdóttir, Fríða Björk Elíasdóttir, Gerður Steinarrsdóttir, Svanhvít Sæmundsdóttir, Valka Jónsdóttir.

Dagskrá:

  • Kynning fundarmanna
  • Kosning innan stjórnar
  • Erindi Hrannar
  • Önnur mál

Efni fundar:

Kynning 

Í upphafi fyrsta fundar nýrrar stjórnar var haldin stutt kynning á fundarmönnum og skýrir það lengd fundarins.

Kosning innan stjórnar

Lagt var til að Valka Jónsdóttir yrði formaður, Björk Grétarsdóttir verði ritari, Fríða Björk Elíasdóttir verði gjaldkeri. Það var samþykkt.

Lagt var til að stofnað yrði ræktunarráð sem í yrðu 3 fulltrúar  – Gerður Steinarrsdóttir, Svanhvít Sæmundsdóttir og María Tómasdóttir.  Það var samþykkt.

Erindi Hrannar Thoroddsen

Farið var yfir erindi Hrannar Thoroddsen frá ársfundi, en Hrönn lagði fram ósk þess efnis að kosning Bjarkar Grétarsdóttur og Fríðu Bjarkar Elíasdóttur verði ógilduð. Ástæða ógildingar sé sú að þær hafi verið kosnar með umboði en það er ekki leyfilegt samkvæmt reglum HRFÍ. Það er öllum ljóst að ekki má nota umboð en ekki var fjallað um það í fundargerð auk þess sem fyrningarreglur HRFÍ (sem eru 4 mánuðir) eru liðnir og því er það samróma álit stjórnar að málið sé fyrnt en það eru fjórir mánuðir (HRFÍ reglurnar) og því verði ekki neitt gert. Stjórnin var einróma um þessa ákvörðun.

Nefndir

Stjórnin ákvað einnig að þær sem ekki eru í ræktunarráði séu í kynningarnefnd, en hlutverk hennar er að sjá um vefsíðu, facebook, sýningar, kynningar ofl.

Kynningarnefnd – Valka Jónsdóttir, Björk Grétarsdóttir, Fríða Björk Elíasdóttir, lagt var til að fá Sunna Gautadóttir áfram með okkur sem ljósmyndara og á næsta fundi verður ákveðið með frekari mönnun í kynningar- og göngunefnd.

Önnur mál

Engin mál voru tekin fyrir hér en bent á að búið að uppfæra á nýju stjórnina á vefsíðunni Cavalier.is

Fundi slitið 18.30