3. Stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 2021-2022

Fundur haldinn rafrænt á Teams 20. apríl 2021 kl. 20:00

Mættar: Gerður Steinarrsdóttir, Svanhvít Sæmundsdóttir, Valka Jónsdóttir.

Dagskrá:

  • Opið bréf frá Fríðu Björk Elíasdóttur
  • Kosning á ársfundi 2019
  • Ársfundur 2020 og framhalds-ársfundur
  • Heimasíða
  • Önnur mál

Efni fundar:

Opið bréf frá Fríðu Björk Elíasdóttur

Þann 14. apríl 2021 barst opið bréf frá Fríðu Björk Elíasdóttur til stjórnar Hundaræktafélagsins og til stjórnar Cavalier deildarinnar þar sem hún kemur á framfæri skoðun sinni og áhyggjum um stjórnarkreppu og fleira.  Bréfið má finna á samfélagsmiðlum.  

Stjórn deildarinnar harmar það að kosning Fríðu og Bjarkar hafi verið ólögmæt og að þær gefi ekki kost á sér aftur.  Þær hafi staðið sig vel í störfum sínum fyrir deildina.  Stjórnin hvetur þær til að endurskoða afstöðu sína og gefa kost á sér aftur til áframhaldandi starfa fyrir deildina.

Kosning á ársfundi 2019

Þau leiðu mistök urðu á ársfundi fyrir árið 2019 (haldinn jan. 2020) að leyfa umboð en athugasemd þess efnis kom fram á ársfundi fyrir árið 2020 (haldinn mars 2021). Deildin leitaði til stjórnar HRFÍ og fékk lögfræðilegt mat á þessu máli.  HRFI svaraði því þannig að til að hægt hefði verið að leyfa umboð hefði þurft að liggja fyrir jákvæð heimild í samþykktum (lögum) HRFÍ en svo var ekki og því gilda almennar reglur félagaréttar (lög frjálsra félagasamtaka).  Það er skiljanlegt að slíkt hafi gerst þar sem umboð eru oft heimiluð í mörgum kosningum en þá liggur fyrir jákvæð heimild.  Umboð stjórnarmanna byggir á kosningu. Ef kosning er ólögmæt er hægt að draga umboð stjórnarmanna, sem þannig eru kosnir, í efa. Þetta hefur ekkert með starf þessara stjórnarmanna að gera, né eitthvað persónulegt. Til að tryggja lögmæti umboðs stjórnarmanna er mikilvægt að endurtaka kjör þeirra aðila.

Í fundargerð ársfundar 2019 er eftirfarandi ritað um kosninguna:  “Fundarstjóri leitaði samþykkis fundar að Guðríður Vestars og Theodóra Róbertsdóttir yrðu fengnar til talningar og afhendingu atkvæðaseðla eftir lista, frá HRFÍ, yfir þá félaga sem hafa kosningarétt. Var það samþykkt. Theodóra fékk aðgang að tölvukerfi HRFÍ og gat staðfest vafaatriði um kosningarétt.”  Ekki komu fram athugasemdir um kosninguna á fundinum sjálfum. 

Ársfundur 2020 og framhalds-ársfundur

Á nýafstöðnum ársfundi sem haldinn var mars 2021 var kosið um þrjú laus sæti til stjórnar.  Eins og kemur fram í fundargerð þess fundar var fundurinn löglega boðaður sem og engar athugasemdir voru gerðar við þá aðila sem sáu um kosninguna né kosninguna sjálfa. Í fundargerð ársfundar 2020  er eftirfarandi ritað um kosninguna:  “Fundarstjóri lagði fram tillögu þess efnis að Theodóra Róbertsdóttir yrði fengin til að sjá um kosningar, engar athugasemdir bárust og steig hún í pontu, hún óskaði eftir því að fá að leita til Margrétar Guðrúnar Bergsveinsdóttur með talningu. Það var samþykkt.” 

Nauðsynlegt er að halda framhaldsársfund með einu dagskrárefni þ.e. kosning tveggja í stjórn til eins árs.  Hann þarf að boða líkt og aðra ársfundi með 7 daga fyrirvara. Samkvæmt upplýsingum frá HRFÍ er ekki er heimild til að vera með rafræna kosningu. Aðeins er heimilt að vera með kosningu á ársfundi deilda. Vegna samkomutakmarkana og ástandsins vegna Covid19 verður að bíða með að dagsetja fundinn. En það verður gert um leið og fyrsti möguleiki er fyrir hendi.

Heimasíða

Hafin er vinna við að læra á kerfið við heimasíðuna.  Einnig er verið að yfirfara hjartalistana á síðunni.  Loks er verið að vinna við að taka saman greinar og fræðslu um ýmsa sjúkdóma sem hafa greinst í tegundinni og verða þær settar á heimasíðuna þegar því er lokið. 

Önnur mál

Engin önnur mál voru tekin fyrir.
Fundi slitið 22:00

Fundargerð ritaði Valka Jónsdóttir