Cavalierdeildin stendur fyrir málstofu 14. júní nk. sem hefst kl. 18.00 undir yfirskriftinni „Hvert stefnum við“. Hún er opin öllum félagsmönnum deildarinnar. Málstofan verður haldin á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15.
Með samtakamætti getum við náð því göfuga markmiði að gera deildina þá bestu innan HRFÍ, þar sem ræktun tegundarinnar er stunduð af alvöru og ábyrgð með heilsu og vellíðan dýranna og afkvæmanna fyrir brjósti. Deildin búi yfir haldgóðri þekkingu á heilsufari og sinni fræðsluskyldu sinni vel. Ekki má gleyma mikilvægu félagslegu hlutverki deildarinnar.
Herdís Hallmarsdóttir fráfarandi formaður HRFÍ mun stýra málstofunni. Í upphafi verður stutt fræðsluerindi um störf deilda og tegundina en í framhaldinu verður öllum boðið upp á að taka þátt í málsstofum. Er lögð áhersla á umræður og skoðanaskipti þátttakenda.
Dagskrá fundarins:
- Opnun málstofu: Valka Jónsdóttir
- Erindi um starf ræktunardeilda: Herdís Hallmarsdóttir
- Málstofur um áherslur deildarinnar í nánustu framtíð: Herdís Hallmarsdóttir stýrir
- Starf stjórnar og nefnda; Þátttaka í sjálfboðastarfi, hvernig hvetjum við fólk til að koma að starfinu fyrir tegundina/deildina?
- Ræktunarstefna og gagnagrunnur. Heilsufarskröfur og kröfur til ræktunar, þarfnast þær endurskoðunar við? Hver eru helstu vandamálin í tegundinni í dag. Hvar á áherslan að vera?
- Fræðsla og annað félagsstarf. Hvernig sinnir deildin skyldu sinni að miðla fræðslu – hvað má betur fara?
4. Erindi frá Sóleyju Rögnu Ragnarsdóttur, dómara um ræktunarstaðal og sýn hennar á stöðu stofnsins.
Gert verður hlé á málstofu um kl. 19 og boðið upp á súpu og brauð.
Með góðri kveðju
Stjórn Cavalierdeildarinnar