Hvolpasýning HRFÍ og ungir sýnendur 2021

Niðurstöður hvolpasýningarinnar

Hvolpasýning HRFÍ var haldin laugardaginn 12. júní sl. á Víðistaðatúni í Hafnarfirði.  Samtals voru 270 hvolpar skráðir ásamt 14 ungum sýnendum.  Af þessum fjölda voru 13 cavalier hvolpar sýndir. Dómari var Herdís Hallmarsdóttir.
Í ungum sýnendum tók sex Cavalierar þátt, tveir í eldri flokki ungra sýnenda og fjórir í flokki yngri sýnenda.

Besti hvolpur 3 til 6 mánaða (Best minor puppy) var Þórshamrar Sölku Pría Sól. Hún fór svo inn í stóra hringinn en skv. eiganda orðin mjög þreytt og komst því ekki áfram þar.

Besti hvolpur 6 – 9 mánaða (Best puppy) var Mjallar Týr.  Hann mætti ekki í stóra hringinn til að keppa á móti hinum tegundunum.

May be an image of 3 manns, people standing og hundur

Nánari úrslit voru eftirfarandi:

Hvolpar 3 – 6 mánaða (6)

Rakkar (2)

 1. SL Bruno eig. NN,  rækt. Svava Ragnarsdóttir
 2. SL Þórshamrar Aþenu Þorri Barkley eig. Kristín Sævarsdóttir, rækt. Fríða Björk Elíasdóttir

Tíkur (4)

 1. SL Þórshamrar Sölku Pría Sól eig. og rækt. Fríða Björk Elíasdóttir
 2. SL Heklu Píla eig og rækt. Svava Ragnarsdóttir
 3. SL Sjávarlilju Esja eig. NN,  rækt. Sigurbjörg Guðmundsdóttir
 4. SL Þórshamrar Sölku Talía Nala eig. Inga Sigrún Jónsdóttir, rækt. Fríða Björk Elíasdóttir

Hvolpar 6 – 9 mánaða (7)

Rakkar (2)

 1. SL Mjallar Týr eig. og rækt. Arna Sif Kærnested
 2. SL Brellu Afríku Tógó eig. Jóhann Petersen, rækt. Valka Jónsdóttir

Tíkur (5)

 1. SL Brellu Afríku Kaíró eig. Belinda Chenery, rækt. Valka Jónsdóttir
 2. SL Snjallar Hrafntinna Kvika eig. og rækt.  Steinunn Rán Helgadóttir
 3. SL Brellu Afríku Kenya eig. NN, rækt. Valka Jónsdóttir
 4. SL Brellu Afríku Malí eig. Ellen Ósk Kristjánsdóttir og rækt. Valka Jónsdóttir
 5. L   Eldlilju Urðar Ylfa Sif eig. NN, rækt. Þórunn Aldís Pétursdóttir

Litlu-Giljár ræktun gaf vinningshöfum í hvorum hvolpaflokki fyrir sig eignarbikar og öðrum hvolpum þátttökupeninga.

Við óskum öllum eigendum til hamingju með árangurinn á sýningunni.

Ungir sýnendur

Skemmtilegt er frá því að segja að af níu sýnendum í eldri flokk voru tveir sýnendur með Cavalier og af fimm sýnendum í yngri hópnum voru fjórir með Cavalier.  Cavalierinn var því mjög áberandi í ungum sýnendum.

Þá er gaman að segja frá því að þrjár í yngri hópnum voru að sýna í fyrsta skipti og tvær þeirra voru með rétt rúmlega 9 mánaða hvolpa. Virkilega vel gert!

Ungir sýnendur og hundarnir þeirra

Eldri ungir

Engin lýsing til

Andrea Aradóttir og Hafnarfjalls Unu Dimma Dís

Eyrún Eva Guðjónsdóttir og Hafnarfjalls Unu Tinna


Yngri ungir

Engin lýsing til

1. Margrét Anna Lapas og Eldlukku Mjölnir

2. Rósey Björk Hilmarsdóttir og Þórshamrar Natalíu Freyja

3. Aníta Hlín Kristinsdóttir og Hafnarfjalls Unu Brák

4. Emilý Björk Kristjánsdóttir og Hafnarfjalls Unu Birtu

Óskum við ungum sýnendum innilega til hamingu með árangurinn og hvetjum við þá til að halda áfram á þessari braut.  Framtíð Cavaliers á sýningarhingjum er björt með svo flotta framtíðarsýnendur. 


Birt með fyrirvara um mögulegar villur og óskum við eftir því að fá ábendingu um slíkt til okkar svo hægt sé að leiðrétta.