5. Stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 2021-2022

Efni fundar:

Frestun stjórnarkjörs

Eftir fund með HRFÍ, vegna aukakosningu til stjórnar hjá Cavalierdeildinni, var ákveðið að fresta því og boða fyrst til málstofu. Þar verður bæði fræðsla um stjórnarhætti og starf ræktunardeildar sem og umræða um stöðu deildarinnar, tegundarinnar og hvert við viljum stefna í náinni framtíð. Stjórnarkosning verður því síðar eða eftir að búið er að halda málstofuna.

Undirbúningur málstofu

Undirbúningur gengur vel.  Nokkur praktísk atriði sem eftir á að ganga frá.  Ákveðið að hafa matarhlé þar sem fundurinn hefst kl. 18.00.  Bjóða upp á súpu og brauð.  Óskað er eftir því að áhugasamir um málstofuna skrái sig til að hægt sé að áætla með veitingar.  Stjórnin skiptir með sér verkum með það sem þarf að klára.

Göngudagskrá

Tengiliður göngunefndar er Svanhvít Sæmundsdóttir.  Göngunefndin er búin að setja upp áætlun um göngur fyrir árið.  Eftir að kynna hana og setja út á netið.  Tengiliður gengur á eftir því.

Hvolpaþjálfun og sýning HRFÍ

Almenn ánægja var með sýningaþjálfunina hjá Önnu Dís.  Það var góðmennt en fámennt.  Nokkrir eigendur sögðu að þetta hefði skipt sköpum fyrir þá.  Það liggur fyrir að 13 Cavalier hvolpar verða sýndir og er ljóst að það er mikil spenna fyrir fyrstu sýningunni hjá HRFÍ eftir langt hlé.  

Frá ræktunarráði

Fleiri ræktendur hafa verið að óska eftir rakkalista svo það lítur vel út með got á árinu ef vel gengur.  

Tveir rakkar eru ekki lengur á listanum vegna aldurs og því bráðvantar góða rakka á listann.  Deildin hefur hug á því að nýta sér heimild sem HRFÍ hefur gefið út að meta megi hunda utan sýningar og er undirbúningur hafinn

Fimm got hafa þegar verið skráð hjá HRFÍ og eru að minnsta kosti 5 got í gangi og þó nokkrar paranir verið gerðar svo það er bjart framundan í þessum málum.

Önnur mál

  • Einn ræktandi Svava Sigríður Ragnarsdóttir hefur fengið samþykkt ræktunarnafnið Skaga ræktun og sendir stjórnin henni innilegar hamingjuóskir með nafnið.
  • Heimasíðan:  Listi yfir skráð got á árinu, óháð því hvort ræktendur eru með ræktunarnafn er komið á heimasíðuna.  Nýr öldungur sem ekki var á listanum er kominn inn.  Verið er að safna gögnum um öldungana sem eru á lífi og þeirra sem eru farnir yfir regnbogabrúna á síðustu mánuðum til að uppfæra listann á heimasíðunni.
  • Engin önnur mál voru tekin fyrir.

Fundi slitið 18:00. Fundargerð ritaði Valka Jónsdóttir