Cavalierganga Helgafell Mosfellsbæ

Við stefnum á næstu göngu í miðri viku eða 28. júlí næstkomandi kl. 17. Er það gert vegna sumarfría og ferðalaga. Vonandi verður hægt að fara en við tökum stöðuna þegar nær dregur. Endilega merkið við á facebook viðburðinn hvort þið stefnið á að koma.

Hittumst á bílastæðinu hjá Helgafelli og göngum létta göngu í kringum Helgafell. Munið eftir skítapokum og vatni fyrir hundana.

Hlökkum til að sjá sem flesta!