Göngunefnd Cavalierdeildarinnar leitar að liðstyrk því margar hendur vinna létt verk og svo er það svo miklu skemmtilegra líka.
Langar þig ekki að taka þátt í að skipuleggja skemmtilegar göngur og viðburði fyrir okkar frábæru félagsmenn og hundana þeirra – komdu og vertu með okkur í því.
Hér má sjá þau sem eru í göngunefndinni í dag
Göngur eru líka frábær leið til að kynnast nýju fólki, nýjum skemmtilegum gönguleiðum og síðast en ekki síst er þetta einstaklega gott fyrir hundana bæði hreyfingin og umhverfisþjálfun.
Hlutverk göngunefndar er að skipuleggja göngur, hittinga og aðra viðburði.
Allt starf deildarinnar byggir á grunni sjálfboðins starfs. Án sjálfboðaliða yrði starf fábrotið.
Því leitum við til ykkar og spyrjum hvort þið viljið ekki taka þátt í þessu með okkur. Erum vongóðar og spenntar til að fá fleiri með okkur.
Endilega hafið samband við okkur eða stjórnina eða á email deildarinnar (hér)
Með kveðju göngunefndin
Íris, Gunnhildur og Eyrún.