7. Stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 2021-2022

Fundur haldinn á teams þann 9. ágúst 2021 kl. 19.30

Mættar: Gerður Steinarrsdóttir, Svanhvít Sæmundsdóttir, Valka Jónsdóttir.

Dagskrá:

  • Staðan á viðburðum deildarinnar vegna Covid19
  • Ágústsýningar
  • Ágústgangan
  • Upplýsingar um öldunga
  • Frá ræktunarráði
  • Önnur mál

Efni fundar:

Staðan á viðburðum deildarinnar vegna Covid 19

Þar sem enn er 200 manna samkomutakmarkanir þá höldum við ótrauð áfram að gera ráð fyrir öllum viðburðum.  Huga þarf að grímunotkun og sprittnotkun en annars þarf hver og einn að meta stöðuna hjá sér og huga að sínum eigin persónulegu vörnum gegn smiti. 

Ágústsýningar

Gert er ráð fyrir að sýningar verði haldnar og því ákveðið að bjóða upp á sýningarþjálfun sem auglýsa þarf sem fyrst. Kalla þarf eftir farandbikurum og tryggja að eigendur þeirra hunda sem unnu þá verði búnir að merkja þá.  Leita þarf að styrktaraðilum til að styrkja verðlaun fyrir BOB og BOS og hvolpaflokk. 

Ágústgangan

Gangan er skipulögð 26. ágúst í Sólheimakoti (búið að bóka) þar sem stefnt er á göngu, grill og ánægjulegar stundir hunda og manna.  Vegna augnskoðunar HRFÍ í sömu viku hefur kotið verið tekið til handagagns fyrir þá þjónustu.  Það þarf því að skoða hvort færa þurfi þennan viðburð og er göngunefndin með það til skoðunar.  Það eru þó líkur á því að ekki verði augnskoðun og þá verður hægt að halda viðburðinum til streitu.

Upplýsingar um öldunga

Vinna er hafin við að uppfæra öldungalistann.   Bæta þarf inn nýjum sem hafa náð 11 ára aldri.  Einnig þarf að fá upplýsingar um þá sem hafa farið yfir regnbogabrúnna og leiðrétta listann með tilliti til þess.  Óska þarf eftir þessum upplýsingum hjá eigendum og mun fljótlega verða auglýst eftir myndum og nýjum upplýsingum um öldungana. 

Örfáar myndir hafa verið sendar inn af öldungunum.  Ákveðið að auglýsa aftur eftir myndum öldungum þ.e. öllum Cavalierhundum sem eru/voru 11 ára eða eldri. Félagsmaður og nýr ræktandi Sunna Gautadóttir hefur tekið að sér að setja inn myndir af öldungum og halda utan um myndir af þeim á heimasíðu deildarinnar.

Frá ræktunarráði

Ekki hefur verið beðið um rakkalista frá síðasta stjórnarfundi. Nokkuð mörg got hafa verið nú á fyrri hluta ársins sem er gott, töluvert líflegra en undanfarin misseri.  Fá got hafa þó verið auglýst á heimasíðu deildarinnar (einungis þrjú got).  

Bætt hefur verið við lista neðst á síðunni “upplýsingar um got” lista yfir öll þau Cavaliergot sem hafa fengið ættbækur á árinu.  

Ræktunarráð mun hafa samband við alla eigendur rakka á rakkalista og bjóða þeim að senda inn mynd af hundinum sínum til að hafa á heimasíðunni á undirsíðunni “rakkalistar”.  

Önnur mál

  • Gotauglýsingar og styrkur til deildarinnar
    Stjórnin hvetur ræktendur með got að auglýsa þau á heimasíðu deildarinar og styrkja deildina með 2.500kr. greiðslu fyrir það.   
  • Engin önnur mál voru tekin fyrir.

Fundi slitið 21:00. Fundargerð ritaði Valka Jónsdóttir