Takk fyrir komuna í gönguna í Sólheimakoti

Fimmtudaginn 26. ágúst var sumarskemmtun þ.e. ganga og grill í Sólheimakoti.

Þar hittust um 40 hundar og eigendur þeirra sem voru einnig um 40 manns.

Veðrið var þurrt en dumbungur og aðeins blés þannig að hár og grös bærðust. Genginn var stuttur hringur þar sem margir hundar fengu að hlaupa um lausir. Þarna mátti sjá hunda á öllum aldri eða frá 3 mánaða og upp úr.

Eftir göngu setti fólk sitt hvað á grillið og naut samverunnar við fólk og hunda. Þökkum við kærlega fyrir hversu margir sáu sér fært að mæta og þessa skemmtilegu stund.

Nokkrar myndir voru teknar í misgóðum gæðum. Biðjum við ykkur að taka viljann fyrir verkið. Myndaalbúm: Sumarskemmtun – Ganga og Grill Sólheimakoti

Næsta ganga er áætluð laugardaginn 18. september og ætlum við að ganga um Gróttu á Seltjarnarnesi. Hlökkum til að sjá sem flesta í þeirri göngu.

Með kærri kveðju, Göngunefndin.