8. Stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 2021-2022

Fundur haldinn á Teams þann 23. ágúst 2021 kl. 16.00

Mættar: Gerður Steinarrsdóttir, Svanhvít Sæmundsdóttir, Valka Jónsdóttir.

Dagskrá:

  • Verkefnalisti
  • Ágústsýningar
  • Ganga og grill – viðburður í næstu viku
  • Frá ræktunarráði
  • Fjáröflun og styrkir
  • Deildarsýning – hvolpasýning
  • Önnur mál

Efni fundar:

Verkefnalisti

Farið yfir verkefni frá síðasta fundi.

Ágústsýningar

Á sýningunum um síðustu helgi eignuðum við tvo nýja meistara, Teresajo Sabrína Una og Eldlukku Mjölnir og einn junior meistara Bonitos Companeros Mr. Spock og hlökkum við til að fá staðfestingu þess efnis.  Við óskum eigendum og ræktendum til hamingju með nýju meistarana.

Ganga og grill

Farið yfir skipulagningu og verkefni fyrir viðburðinn. Auglýsa þarf aftur og minna á þennan skemmtilega viðburð. Fundur með göngunefndinni boðaður. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta enda virkilega góð umhverfisþjálfun og skemmtun fyrir hundana.

Frá ræktunarráði

Stefnt er á hjartaskoðun í haust og er verið að vinna að því. 

Sent var bréf á alla rakkaeigendur á rakkalista og þeim boðið að senda inn mynd til að setja á síðu deildarinnar.  Búið er að búa til myndamöppu og tengja við vefsíðuna cavalier.is  Aðeins hafa borist myndir frá tveimur eigendum af fjórum rökkum.  Mikilvægt að fá fleiri eigendur rakka á rakkalista að senda inn myndir.  Það hjálpar tíkareigendum að velja.

Fræðslumál

Töluverð umræða skapaðist um um fræðslumál. Sú fræðsla sem var efst á óskalista efir málstofuna sem haldin var í ár kallar á töluvert fjármagn og því þarf samþykki félagsfundar til að fara í þau verkefni.  Fræðslulistinn verður lagður fyrir á ársfundi til samþykktar og verður hann leiðarljós fyrir komandi stjórnarár.  Ákveðið að auka fræðslu á netinu þ.e. þá fræðslu sem er ekki fjárfrek.

Fjáröflun og styrkir

Rætt var um mögulega fjáröflun fyrir deildina því mikill áhugi er á að halda deildarsýningu/hvolpasýningu en það er ekki hægt nema með auknu fjármagni en nú er til.  Ýmsar hugmyndir komu fram og verður ráðist í einhverjar þeirra.  M.a. var rætt um að halda hlutaveltu, hafa hitting reglulega í bland með sýningaþjálfun eða jafnvel að athuga hvort eigendur og/eða ræktendur væru til í að gerast vildarvinir deildarinnar með því að greiða litla upphæð eins og eina gosdós á mánuði því margt smátt gerir eitt stórt.

Það var sönn ánægja að Eldlukku ræktun styrkti deildina með frjálsu framlagi í sumar sem og að ræktunin ætlar að styrkja deildina með kaup á bikurum og medalíum fyrir hvolpaflokka á næstu sýningu sem verður í nóvember.  Þakkar deildin kærlega fyrir þessa styrki.

Hvolpasýning / Deildarsýning

Mikill áhugi er hjá deildinni að halda hvolpasýningu og jafnvel deildarsýningu á næsta ári og fá þá til landsins reyndan cavalier  dómara.  Því fylgir mikill kostnaður en deildin mun gera sitt til að reyna koma þessum viðburði í kring. 

Önnur mál

Engin önnur mál voru tekin fyrir.

Fundi slitið 17.10. Fundargerð ritaði Valka Jónsdóttir