
20. nóvember 2021 dásamlegur dagur þar sem yndislegt fólk mætti með ferfætlingana sína í göngu í kringum Stórhöfða í Hafnarfirði. Hópurinn var ekki sá fjölmennasti en þó fyllti hann tæpa tvo tugi, 12 manns og 7 hundar. Kannski ekki skrítið á þessum tímum með veiruskrattan á flugi.
En það sem við nutum okkur í stórbrotnu landslagi, með demantana okkar og sólargeislar dönsuðu allt í kringum okkur og okkar fallegu hunda. Við fórum hægt yfir og gengum í rúman einn og hálfan klukkutíma með góðum stoppum. Fegurðin var þvílík og veðrið lék við okkur öll allan tímann. Það var samt dálítil hálka svo góðir skór komu sér vel.
Aldursforseti göngunnar var hin bráðfallega Korka Sól sem mætti með fjölskylduna sína. Hún er að verða 10 ára. Sá yngsti var krúttið hann Tumi aðeins 6 mánaða og mætti einnig með sína fjölskyldu. Allir hundarnir nutu þess að hlaupa um lausir og leika sér við hvern annan. Skemmtilegt að segja frá að það voru einhverjir hundar voru að hlaupa lausir í fyrsta sinn. Auk Korku Sólar og Tuma komu Myrra, Úlfa, Gismo, Afríka og Múlan í gönguna með sitt fólk.
Fleiri myndir má finna hér Ganga um Stórhöfða Hafnarfirði
Göngur eru frábær leið til að umhverfisvenja yngri hundana og ómetanlegur félagskapur og skemmtun fyrir alla hundana og ekki síður fyrir eigendur þeirra. Skemmtilegar umræður sköpuðust á milli fólk þar sem fræðsla og þekking flæddi á milli fólks.
Næsta ganga verður jólaganga. Þá er er farið í jólabæinn Hafnarfjörð og kíkt á jólastemmninguna í bænum. Endað í kaffi, kakó og kökum í kaffihúsinu Pallet en það er eitt af fáum kaffihúsum sem leyfa hunda. Gangan er áætluð 11. desember.
Með kveðju
Göngunefndin