10. Stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 2021-2022

Fundur haldinn í Heiðnabergi þann 31. október 2021 kl. 19.30

Mættar: Gerður Steinarrsdóttir, Svanhvít Sæmundsdóttir, Valka Jónsdóttir.

Dagskrá:

  • Verkefnalisti
  • Saga deildarinnar
  • Aðventukaffi
  • Sýningaþjálfun
  • Nóvembersýning
  • Niðurstaða hjartaskoðunar
  • Deildarsýning í maí 2022
  • Næsta ganga

Verkefnalisti 

Farið yfir verkefni frá síðasta fundi.

Saga deildarinnar

María Tómasdóttir skráði sögu deildarinnar fyrir þó nokkru síðan og var hún á gömlu heimasíðunni.  Hún hefur tekið að sér að bæta við söguna og skrifa einnig um allar deildarsýningar sem deildin hefur haldið.  Þegar verkefninu er lokið verður sagan ásamt upplýsingum um deildarsýningar sett inn á heimasíðu deildarinnar.

Aðventukaffi

Eins og hefð er fyrir þá er aðventukaffi deildarinnar fyrstu helgina í desember.  Búið er að panta Sólheimakot fyrir viðburðinn laugardaginn 4. desember.  Samhliða aðventukaffinu hefur verið ákveðið að deildin standi fyrir tombólu til fjáröflunar vegna væntanlegrar deildarsýningar næsta vor.   Stjórn og göngunefndin hafa verið að leita að vinningum hjá velunnurum deildarinnar og eru nú þegar margir góðir vinningar komnir.  Deildin mun svo leita til fleiri aðila um frekari aðstoð við að safna vinningum.

Stjórnin vil hvetja sem flesta til að mæta og taka þátt í þessum skemmtilega viðburði og styrkja deildina í leiðinni.  

Sýningaþjálfun

Leitað var til Önnu Þ. Bachmann til að taka að sér sýningaþjálfun fyrir nóvembersýningu.  Hún er reyndur sýnandi og sýningaþjálfari.  Tvær sýningaþjálfanir hafa þegar verið haldnar og gengið vel og tvær eftir.  Anna tekur ekkert fyrir þetta og mun allur ágóði sýningaþjálfunarinnar fara til deildarinnar.  Stjórnin þakkar Önnu fyrir starfið og stuðninginn.

Nóvembersýning HRFÍ

Verðlaun fyrir hvolpaflokka nóvembersýningu

Eldlukkuræktun mun styrkja deildina og kaupa bikara og verðlaunapeninga fyrir hvolpaflokkana.  

Bikarar fyrir nóvembersýningu 

Deildin mun kaupa bikara fyrir nóvembersýninguna

Sjálfboðaliðar á nóvembersýningu

Á nóvembersýningu HRFÍ ár hvert á Cavalierdeildin að finna sjálfboðaliða til að vinna við sýninguna, bæði uppsetningu, vinnu á sýningunni sjálfri sem og niðurtöku.  Deildin þarf að auglýsa eftir fólki og vonum við að Cavaliereigendur taki vel við sér.  HRFÍ mun deila skjali sem fólk getur skráð sig á verkefni.  Um leið og það er gefið út þarf að auglýsa það á síðum deildarinnar

Hjartaskoðun

Alls voru 29 hundar skráðir í hjartaskoðun.  28 hundar mættu á aldrinum 2,2 ára til 10,5 ára. Alls voru 20 hundar hreinir og mjög ánægjulegt var að enginn yngri en 6 ára greindist með murr. Af þessum 28 hundum greindust 8 með murr af gráðu  1  til 3.

Stefnt er á deildarsýningu í maí 2022

Búið er að taka á leigu húsnæði fyrir deildarsýningu í hestamiðstöðinni Dal í Mosfellsbæ.  Dýrabær hefur tekið að sér að vera aðalstyrktaraðili sýningarinnar.  Nokkur fyrirtæki hafa þegar styrkt deildina fyrir sýninguna með peningastyrk.  Búið er að sækja um til HRFÍ en nú er verið að leita að góðum erlendum  dómara með sérþekkingu á Cavalier til að dæma á deildarsýningunni.  Óskað verður eftir að ræktendur og aðrir unnendur tegundarinnar hjálpi deildinni við að finna fleiri styrktaraðila.

Næsta ganga

Næsta ganga er áætlun 13. nóvember og á að ganga í kringum Stórhöfða í Hafnarfirði.  Auglýsa þarf gönguna sem fyrst.

Önnur mál

  • Tekið fyrir bréf frá Fríðu
  • Búið að senda á skattinn breytingu á raunverulegum eigendum.

Fundi slitið kl. 21.00. Fundargerð ritaði Valka Jónsdóttir