Aðventuganga um Hafnarfjörð

Engin lýsing til
Mynd: Gerður. Á myndina vantar hvolpinn Bassa og 3 einstaklinga.

Það var jólalegur hópur sem mætti í  hina árlegu jólagöngu deildarinnar þann 11. desember og er óhætt að segja að hópurinn hafi vakið mikla athygli annara vegfarenda. Veðrið var ótrúleg gott miðað við veðurspá, þó svolítil hálka hafi verið á köflum. Alls mættu 18 manns og 14 ferfætlingar.  Yngstu ferfætlingarnir aðeins tæpra 4 mánaða en sá elsti, Tröllatungu Valur Logi,  sem ákvað að halda upp á 15 ára  með því að mæta í jólagönguna.  Hann varð 15 ára þann 8. Desember. Ótrúlega sprækur og fallegur öldungur.

Gengið var frá Hafnarfjarðarkirkju eftir Strandgötu og komið við í Litlu gæludýrabúðinni, sem bauð ferfætlingunum upp á jólanammi í tilefni dagsins. Þaðan var haldið í Hellisgerði sem er fallega skreytt jólaljósum og þar tekin hópmynd í hjarta Hellisgerðis, en ekki varð að göngu innan svæðisins sökum hálku.  Gangan endaði svo í hinu rómaða Jólaþorpi þeirra hafnfirðinga.

Yndisleg ganga með yndislegu fólki og ferfætlingum.