Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ verður fimmtudaginn 17. mars 2022 kl. 20:00 í húsnæði Hundaræktarfélags Íslands að Síðumúla 15 2. hæð. Að þessu sinni eru tvö sæti laus í stjórn.
„Kosningarrétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda eða hafa verið skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild í tvö ár og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni”.
Dagskrá
- Öldungur heiðraður
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Formaður leggur fram og skýrir skýrslu stjórnar um starfsemi deildarinnar fyrir árið.
- Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga deildarinnar.
- Niðurstöður málstofu og forgangsröðun verkefna
- Kynning á breytingum á kröfum um heilsufar ræktunardýra
- Heiðrun stigahæstu hunda ársins 2021.
- Kaffi og spjall
- Kosning í stjórn
- Val í göngunefnd.
- Önnur mál.
Með kærri kveðju,
Stjórn Cavalierdeildarinnar