
Laugardag 12. mars hittumst við hjá Ráðhúsi Reykjavíkur og gengum umhverfis tjörnina í Reykjavík. Margir fóru tvo hringi en sumir létu einn hring nægja. Það voru átta manns mættir með níu hunda. Upphaflega átti gangan að vera í Paradísardal en vegna leysinga og veðurs undanfarið var ákveðið að fara frekar umhverfis tjörnina í Reykjavík. Færðin var góð og fengum við bæði sól og snjókomu. Þetta var síðasta skipulagða ganga göngunefndarinnar þetta starfsárið og óskum við eftir fólki í nýja göngunefnd sem skipuð verður á ársfundi deildarinnar 17. mars nkþ
Kveðja göngunefndin