Staðsetning: Síðumúla 15.
Mættar: Anna Þ Bachmann, Gerður Steinarsdóttir, Sunna Gautadóttir og Valka Jónsdóttir
Fundur hófst 20:15
Fyrsti fundur stjórnar 2022-23
Stjórn skipti með sér verkum.
Valka Jónsdóttir formaður
Anna Þórðardóttir Bachmann ritari
Gerður Steinarsdóttir gjaldkeri
Sunna Gautadóttir meðstjórnandi
Svanhvít Sæmundsdóttir meðstjórnandi
Tilkynning um breytingu stjórnar til RSK undirbúin.
Göngunefnd
Elva Dögg Gunnarsdóttir
Gunnhildur Björnsdóttir
Íris Björg Hilmarsdóttir
Hrönn Thorarensen
Sunna Gautadóttir er tengiliður stjórnar
Von bráðar mun koma dagskrá frá nýskipaðri nefnd.
Sýninganefnd
Anna Þ Bachmann
Gerður Steinarsdóttir
Guðríður Vestars
Kristín Ósk Bergsdóttir
Sunna Gautadóttir
Svanhvít Sæmundsdóttir
Valka Jónsdóttir
Farið yfir undirbúning sýningar sem þó er í höndum sýninganefndar.
En undirbúningur er í fullum gangi
Stjórn minnir á að opið er fyrir skráningu til 24. apríl.
Kyningarnefnd
Anna Þ Bachmann
Gerður Steinarsdóttir
Sunna Gautadóttir
Undirbúningur og uppfærsla kynningarefnis fyrir tegundina og deildina með áherslu á rafrænt kynningarefni og þá nafnspjald eða upplýsingarblað með vísan til rafrænna gagna.
Ræktunarráð
Anna Þ Bachmann
Gerður Steinarsdóttir
María Tómasdóttir
Svanhvít Sæmundsdóttir
Gerður tók að sér að skipuleggja hjartaskoðun skipulögð í apríl.
- Eftir fund dagsetning 25. apríl.
- Hópskoðun auglýst á næstu dögum.
Farið var yfir stöðu rakkalista, fjölda og hvort eða hvað væri til ráða eins og staðan væri í dag.
Ýmsar hugmyndir voru ræddar og var ræktunarráði falið að skoða frekari möguleika auk þess sem stjórn óskar eftir frambærilegum rökkum á lista deildarinnar.
Rætt var hvort skoða eigi önnur kerfi til útreikninga skyldleika en stjórn var sammála um að breyta ekki núverandi verklagi.
Stjórn hefur sent erindi til HRFÍ vegna hunda með Retinal Dysplasi (RD) Multifokal. Deildin hefur óskað eftir að að hundar með þá greiningu séu ekki settir í ræktunarbann og séu paraðir með fríum ef þeir eru notaðir í ræktun.
Einnig var rætt hvernig gögn deildarinnar væru geymd.
Í vetur var á dagskrá að halda tombólu til styrktar starfi deildarinnar en viðburðinum var frestað. Fyrirhugað er að viðburðurinn verði í lok sumars
Fundi slitið. 21:45
Fundargerð ritaði Anna Þ Bachmann