4. stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ

Staðsetning: Heiðnaberg

Mættar: Anna Þ Bachmann, Gerður Steinarrsdóttir, Sunna Gautadóttir og Valka Jónsdóttir 
Fjarverandi:: Svanhvít Sæmundsdóttir

Stjórn boðaði einnig ræktunarráð og mætti María Tómasdóttir til fundarins ásamt öðrum úr ræktunarráði (einnig í stjórn).

Fundur hófst 20:40

Dagskrá:

  1. Ræktunarbann Eldlilju ræktunar og tengd mál
  2. Ræktunarbann Sjávarlilju Emils vegna gruns um PRA og svar Vísindanefndar HRFÍ
  3. Önnur mál

Ræktunarbann Eldlilju ræktunar og tengd mál

  • Farið yfir þá stöðu sem upp er komin vegna 10 ára ræktunarbanns ræktanda innan deildarinnar. Ræktandinn var einnig sviptur ræktunarnafni.
  • Mikilvægi heilsufarsskoðana
  • Mikilvægi ættbóka og þeirra krafna til undaneldisdýra, sem þar er krafist.
  • Fyrirspurn send HRFÍ vegna þessarar stöðu.

Ræktunarbann Sjávarlilju Emils vegna gruns um PRA

  • Mikilvægt að það komi fram að einungis er um grun um PRA að ræða, en augnlæknir mælir með endurmati eftir 8 mánuði frá greiningu. 
  • Vísindanefnd HRFÍ hefur svarar fyrirspurn um DNA próf fyrir Sjávarlilju Emil vegna gruns um PRA.  
    • Nefndin leggur til að beiðni um afléttingu ræktunarbanns verði hafnað þar til og ef hundurinn reynist hreinn í augnskoðun að 8 mánuðum liðnum þar sem ekki er til DNA próf (fyrir PRA) fyrir tegundina. 
    • Niðurstaða vísindanefndar byggir m.a. á því að PRA sjúkdómurinn er þekktur í Cavalier King Charles spaniel. Sjúkdómurinn kemur helst fram hjá ungum hundum og eru erfðir óþekktar. Nokkuð magn mismunandi gerða PRA eru þekkt í hundum en ekki hefur tekist að kortleggja genamarkera fyrir tegundina og því er ekki til DNA próf fyrir Cavalier. Á meðan týpugreining PRA fyrir tegundina er óþekkt er ekki hægt að sanna með DNA greiningu að Cavalier hundur sé ekki með PRA.

Önnur mál

  • Rætt um virði ættbóka og fyrir hvað þær standa. Upplýsa þarf og fræða þarf fólk um hvað er tryggt með að hundar séu með ættbók.
  • Rætt um augnskoðanir.
  • Rætt um eigendaskipti á hvolpum og hundum.

Fundi lokið 22:00

Ritað: Anna Þ Bachmann