Ganga í Kaldársel og Undirhlíðar

Sunnudaginn 11. september var gengið í Kaldársel og Undirhlíðar. Í gönguna mættu 18 cavalierhundar og 17 tvífætlingar. Veðrið lék svo sannarlega við okkur og var það eins og á góðum sumardegi. Áð var í skógræktarreitnum.

Í göngunni voru cavalierhundar á öllum aldri. Aldursforsetarnir í göngunni voru Eldlukku Ögri sem er 11,6 ára og Drauma Þinur (Tumi) sem er rúmlega 10 ára. Einnig voru tvö dásamleg hvolpaskott með í för en það voru þær Miðkots Tindra 4 mánaða og Eldlukku Sópía 5 mánaða.

Við þökkum öllum fyrir þátttökuna og ánægjulega samveru. Fleiri myndir má sjá með þvi að smella á myndina hér að neðan.