6. Stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 1. september 2022.

Staðsetning: Spíran Garðheimum.  

Mættar: Anna Þ Bachmann, Gerður Steinarsdóttir, Sunna Gautadóttir og Valka Jónsdóttir

Fjarverandi: Svanhvít Sæmundsdóttir.

Fundur hófst 17.15

Dagskrá:

• Verkefnalisti – farið yfir stöðu verkefna sem skipt var niður á stjórnarmenn. 

• Geymsla mynda af sýningum. 

 • Ekki talið gott að geyma eingöngu myndir á facebook síðu eða síðu deildarinnar og því ákveðið að keyptur yrði flakkari til að geyma myndir. 

• Ákveða heppilegasta fundartíma fyrir alla stjórnarmeðlimi

 • Næstu 

• Smáhundadagar

 • Deildin verður með bás og mun kynningarnefnd sjá um básinn auk þess að óskað verður eftir fleirum til þátttöku. 

• Myndir af sýningum

• Nýliðakynning

 • Fyrirhugað  í vetur að kalla til nýliða í spjall eða hitting.

• Ræktenda-spjall

 • Fyrirhugað í vetur, samvera með spjalli og þar sem ræktendur geta borið saman bækur sínar auk þess að  
 • miðla af þekkingu sinni. 

• Ágústsýningin Farið yfir úrslit sýninga. 

• Haustsýning HRFÍ

 • Sýningarþjálfun fyrir október sýningu, auglýst þegar nær dregur. 

• Göngudagskrá 

 • Dagskrá væntanleg frá göngunefnd.

• Haust og aðventuskemmtun 

 • Aðventuskemmtun – tombóla/bingó- skipulagning í gangi.
 • Deildin óskar eftir ábendingu um húsnæði sem hentar fyrir slíka viðburði hvort sem er með eða án hunda. 

• Hjartaskoðun í september

 • Hópskoðun er fyrirhuguð 12. september, auglýst verður á síðum deildarinnar

• Frá ræktunarráði

 • Óska eftir fundi við HRFÍ vegna stöðu ræktanda í tegundinni.

• Hugmyndir að staðsetningu fyrir deildarsýningu 2023

Önnur mál:

 • Umræða um samskipti stjórnar, meðferð mála og upplýsingagjöf
 • Vegna persónulegra ástæðna óskaði Valka eftir að verða leyst undan formennsku stjórnar. Stjórn samþykkir að Valka og Anna skipta með sér verkum í stjórn frá fyrri samþykkt og munu þær upplýsingar verða sendar til HRFÍ. Anna mun taka við formennsku og Valka verður ritari deildarinnar. 
 • Ánægjulegt var að sjá hvað margir Cavalier hundar tóku þátt í fyrsta hundahlaupinu sem haldið  var í ágúst og verður það vonandi árlegur viðburður. Hlaupið var hluti af Íþróttaveislu UMFÍ og 100 ára afmæli UMSK en um 100 hundar voru skráir og taldist okkur til að mættir hafi verið 15 cavalier hundar.

Fundi slitið 20:00