
Þú getur gefið hundinum þínum að borða einu sinni eða tvisvar á dag. Best er að gera það tvisvar á dag með 8-12 klukkustunda millibili. Ef þú ert að gefa mat tvisvar á dag, skaltu skipta upp ráðlögðu sólahringsmagni sem gefið er upp á umbúðunum því annars ertu að gefa tvöfalt það sem hundurinn þarf. Mikilvægt er að hafa alltaf óheftan aðgang að fersku vatni.
Eldri hundum ætti að gefa aðeins minna magn en upp er gefið fyrir fullorðna hunda.
Verðlaun/aukabiti ætti ekki að vera meira en 10 prósent af heildar hitaeiningainntöku dagsins og þarf að draga það frá því sólahringsmagni sem hundurinn fær.
Hundar sem eru á hráfæði eða heimaelduðu ættu á hverjum sólahring að þurfa magn sem svarar til 2-3 % af heildarþyngd þeirra, en ef verið er að megra þá, af æskilegri þyngd eftir megrun.
Offitujafnan er í raun mjög einföld. Hundar sem neyta fleiri hitaeininga en þeir brenna þyngjast. Svo til þess að léttast…
Hundurinn þinn verður að borða minna og hreyfa sig meira. Þetta er allt sem þarf til árangursríks þyngdartaps. Það besta af öllu, ef þið æfið saman, þá getur hreyfingin verið frábær fyrir þig líka.
Hverju á að leita að í hundafóðri fyrir þyngdartap:
Prótein yfir meðallagi
Fita undir meðallagi
Hitaeiningar undir meðallagi
Hærra próteininnihald hjálpar hundinum að verða mettari og hann betlar þá minna. Það auðveldar þér að halda þig við mataræðið. Þessar vörur hjálpa einnig til við að berjast gegn vöðvatapi, sem er óvelkomin aukaverkun af megrun.
Lægri hitaeiningar gera hundinum þínum kleift að borða meira en léttast samt.
Þyngdartapi er oft auðveldara að ná með því að bæta niðursoðnum mat við þurrmat hundsins þíns. Niðursoðnar vörur innihalda venjulega meiri prótein, minna af kolvetni og innihalda færri hitaeiningar samanborið við svipað magn af þurrmat.
Svo skaltu hreyfa hundinn þinn. Göngutúrar, hlaup, kasta og sækja, synda og ganga upp stiga/brekkur eru dæmi um það sem hægt er að gera með hundinum. Gefðu hundinum að minnsta kosti 30 mínútna hressilega hreyfingu á hverjum degi til að auðvelda þyngdartap.
Heimildir: