Fyrsta ganga ársins

Síðasta sunnudag hittust nokkrir göngugarpar við Ráðhús Reykjavíkur í dálitlu roki en þó fínasta veðri. Farnir voru tveir hringir í kringum tjörnina og prúðu hundarnir okkar vöktu mikla athygli ferðamanna. Næsta ganga er áætluð 5. febrúar um Seltjarnarnes og vonumst við til þess að sjá sem flesta, en þessar sameiginlegu göngur eru góð umhverfisþjálfun og samvera sem allir njóta góðs af.