Dags: 10. janúar 2023
Staðsetning: Spíran Garðheimum.
Mættar: Anna Þ. Bachmann, Gerður Steinarrsdóttir, Sunna Gautadóttir, og Valka Jónsdóttir.
Fjarverandi: Svanhvít Sæmundsdóttir
Fundarstjóri: Anna Þ. Bachmann
Ritari: Valka Jónsdóttir
Fundur hófst 17.45
Dagskrá:
- Ársfundur og undirbúningur
- Hvolpasýning og sýningarþjálfun
- Sýningarþjálfun fyrir marssýningu
- Fundur með Herdísi í desember
Ársfundur og undirbúningur
Farið yfir gögn sem búið er að taka saman fyrir ársfund. Stefnt er á að halda á ársfund í fyrri hluta febrúar. Ákveðið hefur verið að breyta út af vananum og halda sér viðburð fyrir heiðrun stigahæstu hundana. Verið er að skoða ýmsa möguleika á fræðsluerindi fyrir ársfundinn. Þrjú sæti laus til stjórnarsetu.
Hvolpasýning og sýningarþjálfun.
Hvolpasýning verður 29. janúar nk. í reiðhöll Mána á Mánagrund í Keflavík.
Deildin mun kanna hvort einhver ræktandi vilji styrkja deildina um kaup á hvolpabikurum og medalíum. Verið er að kanna möguleika á sýningarþjálfun fyrir hvolpasýninguna. Verður auglýst síðar.
Sýningarþjálfun fyrir marssýningu
Deildin mun standa fyrir sýningarþjálfun fyrir marssýninguna. Áætlað að hafa hana um og upp úr miðjum febrúar. Auglýsing kemur þegar nær dregur.
Fundur með Herdísi
Stjórn og ræktunarráð funduðu með Herdís Hallmarsdóttur, lögfræðingi um dóminn í Noregi þar sem hún fór yfir úrskurð dómsins og möguleg áhrif hans hjá okkur. Dómnum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar og er beðið eftir niðurstöðum.
Önnur mál
Deildarsýning: Það er allt klárt nema eftir er að fá dómara. Þegar það liggur fyrir verður hægt að sækja um deildarsýningu.
Fundi slitið 19.30