Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ haldinn 14. febrúar 2023 á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15, Reykjavík.
Árið 2022 var frábrugðið síðustu tveimur árum að því leyti að við gátum farið að hittast.
Starf deildarinnar var í nokkrum blóma. Við héldum fyrstu sérsýningu deildarinnar frá 2017, göngunefnd gat skipulagt og haft sínar göngur og HRFÍ gat haldið sínar sýningar þar sem við fjölmenntum. Auk þess gat stjórn hist og fundað en ekki bara fundað á fjarfundum.
Í stjórn Cavalierdeildar HRFÍ sátu þetta árið:
Anna Þórðardóttir Bachmann, Gerður Steinarrsdóttir, Sunna Gautadóttir, Svanhvít Sæmundsdóttir og Valka Jónsdóttir.
Valka og Anna skiptu með sér verkum fyrri og seinni hluta árs sem formenn og ritarar. Gerður sá um gjaldkera hlutverkið. Sunna og Svanhvít sáu um vefsíður með aðstoð hinna. Auk fleiri verkefna sem skipt var á milli stjórnarmanna. Einnig var starfrækt ræktunarráð, göngunefnd og sýninganefnd hjá deildinni.
Ræktun
Got
Fjöldi gota á árinu var 23 sem er fjölgun frá fyrri árum. Fjöldi hvolpa hefur ekki verið meiri síðan árið 2012 en 104 hvolpar fæddust á árinu. Þess má geta að helmingur fæddra hvolpa eða 52 fæddust í nóvember og desember. Meðalfjöldi hvolpa í goti var 4,522 en horfa þarf til 2005 til að sjá slíkt meðaltal en þá var meðaltal 4,77 pr. got.

Litaskipting hvolpa var þessi:
56 blenheim, 17 þrílitir, 22 ruby og 9 black & tan.

Á árinu fæddust 55 rakkar og 49 tíkur.

15 rakkar feðruðu þessi 23 got en hér má sjá lista yfir þá auk fjölda hvolpa og gota.

13 ræktendur voru með got á árinu.

Fjöldi ræktenda með got síðustu ár til samanburðar:

5 nýir ræktendur bættust í hópinn en það eru:
- Björg Ársælsóttir
- Eldeyjarlilju ræktun – Jón Grímsson
- Korpu ræktun – Sigrún Bragadóttir
- Sóldísar ræktun – Hafdís Lúðvíksdóttir
- Úlfarsár ræktun – Íris Björg Hilmarsdóttir
Við bjóðum þau hjartanlega velkomin í hópin og óskum þeim alls hins besta í ræktunarstarfinu.
Á árinu úrskurðaði HRFÍ einn ræktanda í tegundinni í 10 ára ræktunarbann.

Rakkalisti
20 rakkar voru á listanum 2022
- 3 þrílitir
- 3 blenheim innfluttir
- 10 blenheim íslenskir
- 1 ruby
- 3 black & tan

Innflutningur
Þrír rakkar voru fluttir inn á árinu, allir komu þeir frá Noregi en einn þeirra var fluttur aftur út sama ár.
- Pecassa’s Dare To Dream
- Pecassa’s Dare To Go Crazy
- Pecassa’s Hiclass Step Aside Please
Aldursforseti tegundarinnar
Aldursforseti deildarinnar árið 2022 er Ljúflings Þytur en hann er fæddur 29. september 2007. Hann varð því 15 ára og 3 mánaða um áramótin síðustu. Foreldrar hans eru þau Lanola Pearl Dancer, fæddur í Englandi en innfluttir frá Noregi og Jörsi´s Stuegris, innflutt frá Noregi. Eigandi hans er Sigríður G. Guðmundsdóttir og ræktandi hans er María Tómasdóttir.
Heilsufar
Augnskoðanir
Skoðaðir voru 47 hundar á árinu, 29 tíkur og 18 rakkar. 18 hundar voru með hrein augnvottorð en 29 með athugasemdum sem skiptust upp í 9 mismunandi greiningar, sumir hundar með fleiri en eina.
Fimm hundar voru úrskurðaðir í ræktunarbann en tveir þeirra voru með Retinal Dysplasi (RD) Geografisk og þrír með Kataract (ikke medfødt Cortical).
Á árninu voru uppfærðar reglur um Retinal Dysplasi Multi fokal en það má rækta á móti fríum. Í framhaldinu var banni aflétt á 5 hundum.
Á árinu var einnig banni aflétt á 40 hundum, sem settir voru í bann þegar einn hundur var greindur með grun um PRA, sem reyndist svo ekki vera PRA.


Hjartaskoðanir
Á árinu var 113 vottorðum skilað inn.
98 voru með hreint hjarta en 15 með greiningu.
- 1 m/gr 0-1
- 6 m/gr 1
- 3 m/gr 2
- 3 m/gr 3
- 1 m/gr 4
- 1 m/gr 5
Deildin var með tvær hópskoðanir á árinu í samstarfi við Steinunni Geirsdóttur dýralækni og voru þær í apríl og september. Samtals sóttu 40 hundar þær skoðanir.
Stjórn vill ítreka mikilvægi skoðunar og að vottorð séu tekin til að halda utan um þróunina.

DNA vottorð
14 hundar skiluðu inn DNA prófum vegna Episodic Falling (EF) og Curly Coat/Dry eye (CC) og voru allir fríir.
Hnéskeljavottorð
Voru jafn mörg og hjartavottorðin eða 113.
Fjórir fengu greiningu á annað hné:
- 1 með gr. 1 vinstra hné
- 1 með gr. 1 hægra hné
- 1 með gr. 2 vinstra hné
- 1 með gr. 2 hægra hné
Sýningar
Sýninganefnd deildarinnar
Starfrækt var sýninganefnd 2022 sem hafði umsjón með skipulagningu deildarsýningar og umgjörð hennar, í nefndinni voru:
- Anna Þ Bachmann
- Gerður Steinarrsdóttir
- Guðríður Vestars
- Kristín Ósk Bergsdóttir
- Sunna Gautadóttir
- Svanhvít Sæmundsdóttir
- Valka Jónsdóttir
Deildarsýning
Deildin hélt loks deildarsýningu í tilefni af 25 ára afmælis deildarinnar og var haldin mikil hátíð í Hestamiðstöðinni Dal þann 14. maí.
76 hundar voru skráðir, 33 rakkar (þar af 2 hvolpar) og 43 tíkur, en auk þess voru sýndir 3 ræktunarhópar og 1 afkvæmahópur.
Dómari var Norma Inglis frá Englandi sem býr yfir mikilli sérþekkingu á tegundinni, enda hefur hún átt og ræktað cavalier í 50 ár. Hringstjóri og dómaranemi var Herdís Hallmarsdóttir, ritari Lilja Dóra Halldórsdóttir og ljósmyndari sýningar Ágúst Elí Ágústsson.
Aðalstyrktaraðili var Dýrabær en einnig voru aðrir sem styrktu deildina af þessu tilefni.
Auk hefðbundinnar dagskrár var besti hundur í hverjum lit valinn og þegar ræktunardómi lauk var keppni ungra sýnenda, en þar var dómari Hilda Björk Friðriksdóttir.
Gefnar voru rósettur fyrir verðlaunasæti, bikarar fyrir besta rakka, bestu tík og besta ungliða, einnig veglegir gjafapokar fyrir fjögur efstu sæti í hverjum flokki og unga sýnendur.
Úrslit urðu eftirfarandi:
BOB varð ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock sem fékk sitt þriðja íslenska meistarastig og þar með titilinn íslenskur meistari.
BOS varð ISJCh Ljúflings Tindra sem einnig fékk þriðja íslenska meistarastigið og þar með titilinn íslenskur meistari.
Við eignuðumst því tvo nýja meistara á þessari sýningu og er það afar ánægjulegt, við óskum eigendum og ræktendum þeirra innilega til hamingju.
Koparlilju Askur varð besti hvolpur tegundar og Snjallar Silfraða Sylgja varð besti ungliði tegundar með ungliðameistarastig.
Eftir sýninguna sendi Norma Inglis okkur umsögn með góðum ráðum.
Sýningar HRFÍ
Alþjóðleg sýning 6. mars 2022 í reiðhöll Spretts Kópavogi.
50 Cavalier hundar voru skráðir, þar af 8 hvolpar, allir í eldri hvolpaflokki. Auk þess voru 5 ræktunar- og afkvæmahópar skráðir. Dómari var Hassi Assenmacher-Feyel frá Þýskalandi.
BOB var ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock og BOS Hrísnes Lukka. Bæði fengu Cacib stig, NLM stig og meistarastig.
Besti ungliði tegundar var Mjallar Týr og besti ungliði af gagnstæðu kyni Hafnarfjalls Karlottu Elsa. Bæði fengu ungliðameistarastig, það var annað stigið hans Mjallar Týs og hann því orðinn ungliðameistari.
Besti hvolpur tegundar var Litlu Giljár Blær, sem gerði sér lítið fyrir og varð 2. besti hvolpur sýningar dagsins í þessum aldursflokki. BOS hvolpur var Litlu Giljár Bono.
Besti öldungur var Eldlukku Ögri sem fékk sitt þriðja öldunga meistarastig og hann því orðinn öldungameistari. Hann er jafnframt fyrsti öldungameistari tegundarinnar hér á landi.
Alþjóðleg og Reykjavík Winner sýning 11. júní 2022 á Víðistaðatúni í Hafnarfirði.
Alls voru 1.230 hundar skráðir og er þetta þar með stærsta sýning í sögu félagsins. 44 cavalier hundar voru skráðir; 18 rakkar (þar af 2 hvolpar) og 26 tíkur, en ein mætti ekki.
Dómari var Michael Leonard frá Írlandi.
Besti hundur tegundar var ISJCh Mjallar Týr sem fékk íslenskt meistarastig, alþjóðlegt meistarastig og titilinn RW-22. Besti hundur af gagnstæðu kyni var Hrísnes Lukka sem fékk einnig íslenskt og alþjóðlegt stig auk titilsins RW-22. Þetta var hennar þriðja íslenska meistarastig og er hún þar með orðin íslenskur meistari.
Besti ungliði tegundar var Hafnarfjalls Karlottu Elsa sem hlaut sitt annað ungliðameistarastig og er því orðin ungliðameistari. Hún endaði svo í topp 8 af 48 ungliðum í úrslitum dagsins sem er aldeilis glæsilegur árangur. Besti ungliðarakki var Pecassa’s Hiclass Step Aside Please, einnig með ungliðameistarastig.
Besti hvolpur tegundar var Pecassa’s Dare To Go Crazy.
Á þessari sýningu eignuðumst við sem sé bæði nýjan ungliðameistara, Hafnarfjalls Karlottu Elsu, og nýjan íslenskan meistara, Hrísnes Lukku. Óskum eigendum og ræktendum innilega til hamingju.
Ræktunarhópur frá Hafnarfjalls ræktun (ræktandi Anna Þórðardóttir Bachmann) var einnig sýndur og fékk heiðursverðlaun, keppti því í úrslitum sýningar og náði þeim frábæra árangri að verða þar annar besti ræktunarhópur dagsins.
Hvolpasýning 21. júlí 2022 á Víðistaðatúni í Hafnarfirði.
Þetta var ‘óopinber’ sýning og þurftu dómarar því ekki nauðsynlega réttindi á þær tegundir sem þeir dæmu, en Þórdís Björg Björgvinsdóttir sem dæmdi cavalier hefur réttindi á tegundina og einnig Sóley Ragna Ragnarsdóttir og Daníel Örn Hinriksson sem dæmdu í úrslitum.
Nokkrir cavalier hvolpar voru skráðir, 4 tíkur í yngri flokki 3-6 mánaða og 2 rakkar í eldri flokki 6-9
mánaða, öll fengu þau einkunnina ‘sérlega lofandi’ (SL). Snjallar Kastaní Björt á brá var besti hvolpur 3-6 mánaða og gerði hún sér lítið fyrir og náði einnig 2. sæti í úrslitum sýningar hjá dómaranum Sóleyju Rögnu Ragnarsdóttur. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Pecassa’s Dare To Go Crazy.
NKU Norðurlandasýning 21. ágúst 2022 á Víðistaðatúni í Hafnarfirði.
Cavalier var dæmdur af Laurent Heinesche og voru 47 hundar skráði (þar af 6 hvolpar) en 5 mættu ekki. Deildin gaf eignarbikara (BOB, BOS, ungliða og hvolpa) og Hafnarfjalls ræktun gaf medalíur fyrir hvolpana.
Besti hundur tegundar var Eldlukku Frán Þulu Lukka og fékk hún bæði íslenskt meistarastig og norðurlandameistarastig. Hún náði svo þeim glæsilega árangri í úrslitum sýningar að landa 4. sætinu í sterkum tegundahópi 9. Besti hundur af gagnstæðu kyni var ISJCh Þórshamrar Þór, einnig með íslenskt og norðurlandameistarastig.
Besti ungliði tegundar var Litlu Giljár Blær og bestur af gagnstæðu kyni Litlu Giljár Bassi, bæði fengu þau ungliðameistarastig.
Besti hvolpur tegundar 4-6 mánaða var Snjallar Kastaní Björt á brá og besti hvolpur 6-9 mánaða Eldlukku Ljúfi Bruno. Hann náði svo einnig frábærum árangri í úrslitum dagsins þar sem hann endaði sem 4. besti hvolpur.
Ræktunarhópur Hafnarfjalls ræktunar fékk heiðursverðlaun og náði í 6 hópa úrtak í úrslitum dagsins.
Alþjóðleg haustsýning 9. október 2022 í reiðhöll Spretts Kópavogi.
53 cavalier hundar skráðir en 4 mættu ekki. Mættir voru 10 hvolpar, 18 rakkar og 21 tík. Deildin gaf eignarbikara fyrir besta ungliða, bestu tík og besta rakka og Þórshamrar ræktun gaf bikar og medalíur fyrir hvolpa. Torbjörn Skaar frá Svíþjóð dæmdi.
Besti hundur tegundar var Eldlukku Frán Þulu Lukka með íslenskt og alþjóðlegt meistarastig. Þetta var hennar þriðja íslenska stig og er hún því orðin íslenskur meistari. Í úrslitum dagsins náði hún svo í 8 hunda úrtak í tegundahópi 9.
Besti hundur af gagnstæðu kyni var Eldlukku Ljúfi Bruno sem einnig var besti ungliði tegundar. Hann fékk ungliðameistarastig og íslenskt meistarastig en er of ungur fyrir alþjóðlega stigið, það færðist því til Hafnarfjalls Selmu Jökuls sem var annar besti rakki. Bruno náði síðan glæsilegum árangri í úrslitum um besta ungliða sýningar og landaði þar 2. sæti.
Besta ungliðatík var Eldlukku Ögra Mandla, besti hvolpur tegundar 4-6 mánaða var Þórshamrar Freyju Jón Skuggi og af gagnstæðu kyni Snjallar Kastaní Björt á brá.
Ræktunarhópur Hafnarfjalls ræktunar náði í 6 hópa úrtak í úrslitum dagsins.
Winter Wonderland NKU Norðurlanda- og Crufts Qualification sýning 26. nóvember 2022 í reiðhöll Spretts Kópavogi.
54 cavalier hundar voru skráðir til leiks á laugardeginum (13 hvolpar, 21 rakki og 20 tíkur) en 7 mættu ekki. Dómari var Anne Tove Strande frá Noregi.
Deildin gaf eignarbikara fyrir besta ungliða, bestu tík og besta rakka og Þórshamrar ræktun gaf bikar og medalíur fyrir hvolpa.
Í ljósi nýlegra atburða hjá vinum okkar í Noregi vildi deildin sýna samhug og báru sýnendur cavalier hunda, auk starfsfólks og fleiri sem vildu, barmnælur með norska og íslenska fánanum. Þetta vakti athygli og hafa ræktendur í Noregi lýst því yfir hvað þeim þótti vænt um þetta framtak.
Besti hundur tegundar var Eldlukku Ljúfi Bruno sem er aðeins ársgamall og því aldeilis glæsilegur árangur hjá svona ungum hundi. Bruno varð einnig besti ungliði, fékk sitt annað ungliðameistarastig og titillinn ungliðameistari því í höfn. Hann fékk líka íslenskt meistarastig og norðurlandameistarastig auk þess sem HRFÍ hafði kynnt nýja titla fyrir þessa sýningu, þ.e. Ísland Winner. Sá titill er veittur bestu tík og besta rakka, bestu ungliðatík og -rakka og bestu öldungatík og -rakka. Bruno hlaut því tvo titla á þessari sýningu; ISJW-22 og ISW-22.
Best af gagnstæðu kyni var ISCh Eldlukku Frán Þulu Lukka með norðurlandameistarastig, auk titilsins ISW-22. Bæði hlutu þau svo einnig Crufts Qualification.
Besta ungliðatík var Litlu Giljár Blær sem hlaut sitt annað ungliðameistarastig og er þar með orðin ungliðameistari. Hún varð einnig önnur besta tík með íslenskt meistarastig og titilinn ISJW-22. Deildin eignaðist því tvo nýja ungliðameistara á þessari sýningu og við fögnum því svo sannarlega.
Besti hvolpur 4-6 mánaða var Eldlukku Vigrar Astró og besti hvolpur 6-9 mánaða Snjallar Kastaní Björt á brá. Besti öldungur var Eldlukku Ögri.
Þrír ræktunarhópar voru skráðir og besti ræktunarhópur tegundar var frá Eldlukku ræktun.
Sýningaþjálfanir
Nokkur fjöldi sýningaþjálfana var á árinu en ágóði þeirra rann til deildarinnar.
Stigahæstu hundar ársins
Á sýningaárinu 2022 voru samtals 6 sýningar og þar af ein deildarsýning.
Fimm stigahæstu hundar ársins
- 1. ISCH ISW-22 Eldlukku Frán Þulu Lukka – 45 stig
- 2. ISCh ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock – 31 stig
- 3. NORDICCh ISCh ISJCh RW-17-21 Teresajo Sabrína Una – 18 stig
- 4. ISJCh ISW-22 ISJW-22 Eldlukku Ljúfi Bruno – 17 stig
- 5-6. ISCh RW-22 Hrísnes Lukka – 14 stig
- 5-6. ISJCh RW-22 Mjallar Týr – 14 stig
Stigahæstu rakkar
- 1. ISCh ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock – 31 stig
- 2. ISJCh ISW-22 ISJW-22 Eldlukku Ljúfi Bruno – 17 stig
- 3. ISJCh RW-22 Mjallar Týr – 14 stig
- 4. ISCh RW-17-21 Ljúflings Merlin Logi – 10 stig
- 5-6. ISCh Eldlukku Mjölnir – 7 stig
- 5-6. ISJCh Þórshamrar Þór – 7 stig
- 7-8. Hafnarfjalls Karlottu Tómas – 5 stig
- 7-8. Hafnarfjalls Selmu Jökull – 5 stig
- 9-11. ISVetCh Eldlukku Ögri – 3 stig
- 9-11. Hafnarfjalls Unu Flóki – 3 stig
- 9-11. Hafnarfjalls Unu Nói – 3 stig
- 12-14. Hafnarfjalls Unu Máni – 1 stig
- 12-14. Pecassa’s HiClass Step Aside Please – 1 stig
- 12-14. Litlu Giljár Bassi – 1 stig
Stigahæstu tíkur
- 1. ISCh ISW-22 Eldlukku Frán Þulu Lukka – 45 stig
- 2. NORDICCh ISCh ISJCh RW-17-21 Teresajo Sabrína Una – 18 stig
- 3. ISCh RW-22 Hrísnes Lukka – 14 stig
- 4. ISCh ISJCh Ljúflings Tindra – 10 stig
- 5. Hafnarfjalls Unu Tinna – 6 stig
- 6. ISJCh ISJW-22 Litlu Giljár Blær – 5 stig
- 7-9. Þórshamrar Natalíu Freyja – 3 stig
- 7-9. Hafnarfjalls Selmu Sara – 3 stig
- 7-9. Snjallar Silfraða Sylgja – 3 stig
- 10-11. ISJCh Hafnarfjalls Karlottu Elsa – 2 stig
- 10-11. Sjávarlilju Jökla – 2 stig
- 12. Eldlukku Lukka – 1 stig
Stigahæsti öldungur
- 1. ISVetCh Eldlukku Ögri – 3 stig
Stigahæstu ræktendur ársins
- 1. Hafnarfjalls ræktun – Anna Þórðardóttir Bachmann: 33 stig
- 2. Eldlukku ræktun – Svanborg S. Magnúsdóttir: 17 stig
- 3. Litlu Giljár ræktun – Gerður Steinarrsdóttir: 9 stig
- 4. Þórshamrar ræktun – Fríða Björk Elíasdóttir: 8 stig
- 5. Ljúflings ræktun – María Tómasdóttir: 7 stig
- 6-8. Bonitos Companeros kennel – Markus Kirschbaum: 5 stig
- 6-8. Brellu ræktun – Valka Jónsdóttir: 5 stig
- 6-8. Teresajo ræktun – Teresa Joanna Troscianko: 5 stig
- 9. Hrísnes ræktun – Þuríður Hilmarsdóttir: 4 stig
- 10. Mjallar ræktun – Arna Sif Kærnested: 3 stig
- 11-13. Pecassa’s kennel – Nina Mehandru Kallekleiv: 2 stig
- 11-13. Sjávarlilju ræktun – Sigurbjörg Guðmundsdóttir : 2 stig
- 11-13. Snjallar ræktun – Steinunn Rán Helgadóttir: 2 stig
- 14-15. Esju ræktun – Svanhvít Sæmundsdóttir: 1 stig
- 14-15. Miðkots ræktun – Sunna Gautadóttir: 1 stig
Nýir meistarar
Ungliðameistarar:
- ISjCh RW-22 Mjallar Týr
- ISjCh Hafnarfjalls Karlottu Elsa
- ISjCh ISW-22 ISJW-22 Eldlukku Ljúfi Bruno
- ISJW-22 ISjCh Litlu Giljár Blær
Íslenskir meistarar:
- ISCh ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock
- ISCh ISJCh Ljúflings Tindra
- ISCh RW-22 Hrísnes Lukka
- ISCH ISW-22 Eldlukku Frán Þulu Lukka
Öldungameistari:
- ISVetCh Eldlukku Ögri
RW-22
- ISJCh RW-22 Mjallar Týr
- ISCh RW-22 Hrísnes Lukka
ISW-22
- ISCh ISW-22 Eldlukku Frán Þulu Lukka
- ISJCh ISW-22 ISJW-22 Eldlukku Ljúfi Bruno
ISJW-22
- ISJCh ISW-22 ISJW-22 Eldlukku Ljúfi Bruno
- ISJCh ISJW-22 Litlu Giljár Blær
Göngur
Göngunefnd deildarinnar sá um sex göngur á árinu.
Nokkuð góð mæting var í göngurnar en tvær voru taumgöngur og fjórar lausagöngur.
- 12. febrúar – Reynisvatn
- 12. mars – Reykjavíkurtjörn
- 12. júlí – Paradísardalur
- 11. september – Kaldársel
- 16. október – Stórhöfði
- 11. desember – Hafnarfjörður/jólaþorpið
Vefsíðan cavalier.is
Ræktendur auglýstu got sín á vefsíðu deildarinnar cavalier.is og styrktu deildina með því. Bætt var inn fræðsluerindum á árinu. Uppfærsla vottorða, listar yfir got og öldunga var uppfært jafnóðum og upplýsingar bárust frá skrifstofu HRFÍ.
Lokaorð
Stjórn vill þakka ánægjulegt ár. Þökkum Maríu Tómasdóttir fyrir aðkomu að ræktunarráði, göngunefnd, sýninganefnd, öllum þeim sem hafa komið að sýningaþjálfunum auk allra sjálfboðaliða sem komið hafa að viðburðum ársins. Einnig þeim sem hafa í nafni deildarinnar aðstoðað við viðburði HRFÍ, þar á meðal aðkomu að sýningum félagsins og fleiri verkefna hjá félaginu.
Stjórn vil einnig þakka þeim ræktendum sem auglýst hafa á síðu deildarinnar og í leiðinni styrkt deildinna við að halda úti vefsíðunni cavalier.is. Einnig vil stjórn þakka fyrirtækjum og ræktendum sem styrkt hafa deildina á árinu bæði í tengslum við deildarsýningu, verðlaun á sýningum og svo við aðra viðburði ársins.
Sérstaklega viljum við þakka Dýrabæ fyrir að styrkja deildina á árinu.
Í stjórn Cavalierdeildar HRFÍ
Anna Þórðardóttir Bachmann
Gerður Steinarrsdóttir
Sunna Gautadóttir
Svanhvít Sæmundsdóttir
Valka Jónsdóttir