Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ 2023 fyrir árið 2022
Síðumúla 15, Reykjavík.
14. febrúar 2023 kl. 20.00
Setning ársfundar
Formaður deildarinnar, Anna Þórðardóttir Bachmann opnaði fundinn og bauð fundargesti velkomna. Fundur var settur kl. 20.04.
Öldungur heiðraður
Aldursforseti deildarinnar árið 2022 er Ljúflings Þytur en hann er fæddur 29. september 2007. Hann varð því 15 ára og 3 mánaða um áramótin síðustu. Foreldrar hans eru þau Lanola Pearl Dancer, fæddur í Englandi en kom hingað frá Svíþjóð og Jörsi´s Stuegris innflutt frá Noregi. Eigandi hans Sigríður G. Guðmundsdóttir tók á móti viðurkenningu og blómum. Ræktandi Ljúflings Þyts er María Tómasdóttir.
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Formaður lagði til Guðbjörgu Guðmundsdóttur sem fundarstjóra og Völku Jónsdóttur sem ritara og var það samþykkt án athugasemda.
Boðun fundar
Guðbjörg þakkaði traustið og staðfesti lögmæti fundarins og fór yfir dagskrá fundarins.
- Skýrsla stjórnar
- Reikningar deildarinnar lagðir fram
- Stjórnarkjör
- Önnur mál
Kaffihlé - Erindi: Ábyrg ræktun. Fyrirlesari Klara Símonardóttir
Fundarstjóri bauð formann velkominn til að flytja skýrslu stjórnar.
Skýrsla stjórnar
Formaður Anna Þ. Bachmann lagði fram og skýrði skýrslu stjórnar um starfsemi deildarinnar fyrir árið 2022. Fundarstjóri þakkaði formanni fyrir ítarlega og greinargóða skýrslu.
Gjaldkeri lagði fram og skýrði reikninga deildarinnar
Gerður Steinarrsdóttir, gjaldkeri las yfir ársreikninga. Gjaldkeri lagði til hækkun á gotauglýsingum á vef.
Fundarstjóri bar upp hækkun á gotauglýsingu á vef um 1.000 kr. og samþykkti fundurinn hækkunina. Gotauglýsingar verða því 3.500 á þessu ári. Reikningar voru lagðir fyrir félagsfundinn og voru þeir samþykktir.
Kosning í stjórn
Kosið var um þrjú sæti í stjórn en kjörtímabili Völku Jónsdóttur, Gerðar Steinarrsdóttur og Svanhvítar Sæmundsdóttur var lokið. Gerður og Valka buðu sig ekki áfram til setu í stjórn en Svanhvít bauð sig áfram til starfa í stjórn. Anna Þ. Bachmann og Sunna Gautadóttir halda áfram eitt ár til viðbótar í stjórn.
Eftirtalið félagsfólk var kosið til tveggja ára í stjórn.
- Svanhvít Sæmundsdóttir var endurkjörin
- Fríða Björk Elíasdóttir
- Bergþóra Linda H.
Á fyrsta fundi stjórnar mun stjórnin skipta með sér verkum.
Önnur mál
Matthildur Úlfarsdóttir spurði um hvernig rakki kemst á rakkalista.
Anna formaður útskýrði að rakki kemst á rakkalista ef hann uppfyllir heilsufarsskoðanir og uppfyllir byggingadóm (very good eða excellent). Forsendan er að eigandi verður að óska eftir að rakkinn fari á rakkalistann.
Guðbjörg Guðmundsdóttir fundarstjóri færði fundarstjórn í hendur Önnu formanns, sleit ársfundinum og yfirgaf fundinn.
Erindi
Eftir að hefðbundnum ársfundi lauk bauð Klara Símonardóttir upp á áhugavert erindi um ábyrga ræktun.
Lok fundar
Anna formaður þakkaði að lokum öllum fyrir komuna og þátttökuna á fundinum og göngunefnd og stjórn fyrir veitingarnar. Að auki þakkaði hún sjálfboðaliðum og styrktaraðilum fyrir alla aðstoðina á liðnu ári.
Fundi slitið um kl. 22.