3. stjórnarfundur 2023-2024

3. stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 20. júní 2023

Staðsetning: Spíran, Garðheimum

Mættar: Anna Þ Bachmann, Bergþóra Linda H, Fríða Björk Elíasdóttir, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir

Fundur settur: 17:40

Afgreitt á milli funda:

  • Undirbúningur fyrir deildarsýningu með fundum sýninganefndar og stjórnar deildarinnar.
  • Samþykkt að senda sameiginlegan póst frá fjórum deildum innan HRFÍ á stjórn HRFÍ. Póstur var sendur 4. júní og þar óska deildirnar eftir frekari samstarfi/tengingu við félagið og stjórn HRFÍ.
  • Samið var til 1 árs við Dýrabæ sem aðal styrktaraðila deildarinnar.

Dagskrá:

  1. Hjartaskoðun deildarinnar 17. apríl
  • 16 hundar mættu, 14 voru hreinir en 2 með gráðu 1 (8 og 9 ára).
  • Verið er að athuga með dýralækni fyrir norðan sem hefur réttindi til að hjartaskoða.
  1. Farið yfir þau got sem búið er að skrá á árinu
  2. Sýningar í júní og niðurstöður þeirra ræddar
  3. Augnskoðun
  • Nokkrir cavalier hundar skráðir í skoðun sem fram fer nú í júní.
  • Næsta skoðun er í október og er líklegt að muni fyllast fljótt í hana, þar sem mjög margir hundar eru með vottorð frá því í nóvember 2021 þegar loksins var hægt að augnskoða aftur eftir covid. Þau vottorð renna út í lok árs og því líkur á að margir þurfi að endurnýja.
  1. Viðburðir
  • Hvolpahittingur verður haldinn í byrjun hausts, nánar auglýst þegar nær dregur.
  • Ný göngudagskrá í vinnslu.
  • Hugmynd að halda málstofu/ræktendarabb seinni hluta árs.
  1. Rósettur
  • Áfram verða gefnar rósettur fyrir 1.-4. sæti í keppni um bestu tík og besta rakka.

Fleira var ekki rætt, fundi slitið kl. 18.50.