4. stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 16. ágúst 2023
Staðsetning: Spíran, Garðheimum
Mættar: Anna Þ Bachmann, Bergþóra Linda H, Fríða Björk Elíasdóttir, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir
Fundur settur: 17:40
Afgreitt á milli funda:
- Sýningaþjálfun fyrir ágústsýningu.
- Deildin fékk bikara í göf frá mæðgunum Maríu og Margréti Önnu Lapas og færum við þeim bestu þakkir.
- Keyptar voru rósettur til að afhenda 1.-4. sæti í keppni um bestu tík og besta rakka á næstu sýningum.
Dagskrá:
- Yfirferð úrslita ágústsýningar
- Mjög blá sýning. Dómari kvartaði m.a. undan of hátt settum eyrum og of stórum augum sem er ekki alveg í takt við standardinn. Einnig margt gagnlegt sem hann benti á og við getum tekið til okkar.
- Skipulag á sýningaþjálfun fyrir næstu sýningu hefur þegar verið sett upp og verður auglýst fljótlega.
- Hvolpahittingur 13. september
- Er í skipulagningu og auglýsing kemur á næstu dögum.
- Dómarar á komandi sýningum
- Stjórn hefur í huga að senda erindi á sýningastjórn og óska eftir því að við fáum oftar dómara með meiri þekkingu á tegundinni, enda fáar tegundir með fleiri skráningar en cavalier í dag. Stjórn óskar eftir tillögum að dómurum sem gætu nýst okkur.
- Skoða kröfur til skráningar á ættbókum í ljósi breytinga hjá Norðurlöndunum
- Þurfum að skoða hvort tilefni sé til þess að bæta við/breyta ákveðnum atriðum í ræktunarreglunum okkar í ljósi alls sem er að gerast varðandi tegundina okkar í löndunum í kring. Nú eru t.d. nokkrir dagar í að dómur falli í Noregi eftir áfrýjun, í máli þar sem dýraverndunarsamtök stefndu NKK, nokkrum ræktendum og ræktunardeildum félagsins til þess að reyna að banna ræktun á Cavalier.
- Hóphjartaskoðun og DNA skoðun áætluð í september.
- Breytingar HRFÍ á hundavefnum og skráningar á sýningar.
- Ekki er lengur mögulegt að skrá aðra hunda en sína eigin á sýningar félagsins. Við teljum að þessar breytingar muni minnka skráningar. Flækir einnig skráningar á ungum sýnendum.
- Önnur mál
- Svar hefur borist frá HRFÍ varðandi fulltrúaráðsfundi sem óskar eftir því að umræðuefni liggi fyrir áður en fundur er skipulagður. Stefnt er á fund í haust og munum við safna saman hugmyndum af umræðuefnum. M.a. mætti ræða betra aðgengi að lyklum á húsnæði félagsins og hvort ekki mætti setja upp lyklabox eða aðra lausn.
Fundi slitið kl. 18:40.