6. stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 17. október 2023
Staðsetning: Melabraut 17
Mættar: Anna Þórðardóttir Bachmann, Bergþóra Linda Húnadóttir, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir
Fundur settur 19:15
Afgreitt á milli funda:
- Samþykktum þátttöku í hrekkjavökuskemmtun Smáhundadeildar.
- Hópskoðun (hjartaskoðun og DNA sýnataka) undirbúin.
Dagskrá:
- Vel heppnaður hvolpahittingur í september, um 100 manns og 60 hvolpar mættu.
- Schnauzerdeild hefur sent inn tillögu til sýningastjórnar um að íslenska meistarastigið gangi niður þegar ungliði er að fá 3. stig (sem nýtist ekki fyrr en eftir 2 ára), þannig að þessi stig séu ekki að fara forgörðum. Stjórn Cavalierdeildar styður þessa tillögu.
- Stjórn deildarinnar pantaði borð á Brasserie Kársnesi eftir sýningu laugardaginn 7. október, 14 velunnarar tegundarinnar fóru út að borða saman og áttum við mjög góða kvöldstund.
- Sýningaþjálfun fyrir hvolpa áætluð mánudagana 23. og 30. október. Þrjár sýningarþjálfanir verða svo fyrir nóvember sýningu. Þetta verður auglýst á næstu dögum.
- Hóphjartaskoðun og DNA sýnataka fór fram 17. október, góð skráning var í skoðunina eða 26 hundar. Hún var haldin í fyrsta sinn í húsnæði HRFÍ og gekk það mjög vel. Niðurstöður koma síðar.
- Augnskoðun 12.-14. október: 22 cavalier hundar voru skráðir en einn mætti ekki. Eftir skoðun voru 13 án athugasemda, 5 með Cornea Dystrofi (CD), 2 með Distichiasis/Ektopiske Cillier (auka augnhár) og einn með bæði CD og auka augnhár.
- Dómur í Noregi: Nú á dögunum birtist dómur eftir áfrýjun í máli dýraverndunarsamtaka Noregs gegn NKK og niðurstaðan að ræktun á Cavalier hefur verið bönnuð þar í landi. Möguleiki er þó að málið fari áfram fyrir Evrópudómstól. Herdís Hallmarsdóttir hafði strax samband við deildina eftir niðurstöður dómsins, hún bauðst til þess að funda með okkur og munum við finna góðan tíma í það. Þóra Tómasdóttir mun fjalla um málið á Rás 1 í þættinum Þetta helst.
- Fríða Björk Elíasdóttir hefur óskað eftir því að draga sig úr stjórn deildarinnar vegna fjölskylduaðstæðna. Hefur hún þó boðist til þess að vera okkur innan handar við ákveðin verkefni ef á þarf að halda. Þökkum við Fríðu fyrir ánægjulegt og gott samstarf og óskum henni velfarnaðar í sínum verkefnum.
Fundi slitið kl. 20:10.