7. stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 6. desember 2023
Staðsetning: Spíran Garðheimum
Mættar: Anna Þórðardóttir Bachmann, Bergþóra Linda Húnadóttir, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir
Fundur settur 17:50
Afgreitt á milli funda:
– Póstur sendur á sýningastjórn HRFÍ og óskað eftir að Annukka Paloheimo dæmi tegundina á marssýningu félagsins á næsta ári.
– Sýningaþjálfanir fyrir hvolpasýningu og nóvembersýningu.
– Verðlaun keypt fyrir sýningar, Dýrabær gaf verðlaun bæði fyrir hvolpasýningu 4. nóvember og Winter Wonderland 25. nóvember.
Dagskrá:
- Farið yfir úrslit hvolpasýningar 4. nóvember og Winter Wonderland 25. nóvember
- Nýársfögnuður
Ekkert aðventukaffi þetta árið þar sem framkvæmdir standa yfir í sal HRFÍ. Í staðinn verður nýársfögnuður 7. janúar, auglýst fljótlega.
- Jólaganga í Hafnarfirði næstkomandi sunnudag 10. desember
Stefnir í góða mætingu.
- Heiðrun stigahæstu hunda og ræktenda
Viðburður með heiðrun verður haldinn á næsta ári, sennilega í byrjun febrúar.
- Deildarsýning 2024
Staðfesting komin frá sýningastjórn og fer sýningin fram þann 20. apríl, takið daginn frá.
- Samantekt og skráning fyrir ársskýrslu
Vinna hafin við að taka saman gögn ársins.
- Rakkalisti
Margir að detta út af rakkalista vegna augnvottorða sem eru að renna út. Dagatal augnskoðana næsta árs hefur ekki verið birt og skrifstofa HRFÍ mun ekki opna fyrir skráningu fyrr en eftir áramót.
- MCADD – Efnaskiptavilla
Ræddum hvernig við viljum haga fræðslu og upplýsingagjöf til ræktenda.
Fundi slitið kl. 19:10. Fundargerð ritaði Sunna Gautadóttir.