1. stjórnarfundur 2024-2025

1. stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 2024-2025

20. mars 2024 kl. 17:30

Staðsetning: Spíran Garðheimum

Mættar: Anna Þórðardóttir Bachmann, Bergþóra Linda Húnadóttir, Guðríður Vestars, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir

Fundur settur 17:40

Afgreitt á milli funda:

  • Smáhundadagar í Garðheimum skipulagðir. Deildin var með bás báða dagana og voru 14 hundar sem stóðu vaktina í öllum litum. 
  • Anna formaður sendi í framhaldinu tillögu á síðu fulltrúa stjórna HRFÍ, um að félagið myndi sjálft halda kynningardaga fyrir tegundir félagsins.
  • MRI skönnun vegna SM: Höfum verið í tölvupóstasamskiptum við eigendur Intuens um að fá jafnvel að nota skannann hjá þeim í hópskoðun. Höfum fengið jákvætt viðhorf þaðan og verið er að skoða hvað þyrfti að gera áður en þess háttar skoðun færi fram.

Dagskrá fundar:

1. Stjórn skiptir með sér verkum

  • Formaður: Anna Þórðardóttir Bachmann
  • Gjaldkeri: Svanhvít Sæmundsdóttir
  • Ritari: Sunna Gautadóttir
  • Meðstjórnendur: Bergþóra Linda Húnadóttir og Guðríður Vestars

2. Nefndir

  • Göngunefnd: Ekki hefur gengið nógu vel að manna þessa nefnd síðustu starfsár og ætlum við því að pŕófa annað fyrirkomulag. Stjórnin mun ein sjá um að skipuleggja reglulega viðburði sem verða auglýstir jafnóðum.
  • Sýninganefnd: Stjórn sinnir þeim hlutverkum sem koma að skipulagningu deildarsýningar en mun svo óska eftir frekari aðstoð þegar kemur að uppsetningu og niðurtöku sýningar. Margar hendur vinna létt verk.

3. Hópskoðun (hjarta og DNA)

  • Næsta skoðun á döfinni þann 10. apríl.

4. Viðburðir

  • Hvolpahittingur áætlaður í maí
  • Sýningaþjálfanir fyrir deildarsýningu verða 2. apríl, 9. apríl og 16. apríl og verður athugað með að fá utanaðkomandi þjálfara
  • Skipulagning á starfsmönnum deildarsýningar er í vinnslu
  • Rósettur fyrir deildarsýningu komnar í hús og næsta skref að panta bikara
  • Út að borða eftir deildarsýningu: Þurfum að velja stað og panta borð með ágætis fyrirvara
  • Sýningahelgi HRFÍ 10.-11. ágúst næstkomandi: Einn af dómurum helgarinnar er Carsten Birk sem dæmdi cavalier síðast í júní 2019 og gaf hann aðeins einum hundi af 18 meistaraefni. Deildin mun óska eftir því við stjórn HRFÍ að hann dæmi ekki tegundina okkar í ágúst.

5. Styrktaraðili

  • Athugað verður hvort Dýrabær sé til í að vera með okkur áfram

Fundi slitið kl. 19:10

Fundargerð ritaði Sunna Gautadóttir