4. stjórnarfundur 2024-2025

4. stjórnarfundur 2024-2025

19. ágúst 2024 kl. 17:00

Staðsetning: Spíran Garðheimum

Mættar: Anna Þórðardóttir Bachmann, Bergþóra Linda Húnadóttir, Guðríður Vestars, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir

Fundur settur kl. 17:15

Dagskrá fundar:

  1. Ágústsýningar 

Farið yfir niðurstöður tvöfaldrar sýningar 10.-11. ágúst. Frábært hvað við eignuðumst marga nýja meistara þessa helgi (tvo íslenska, einn ungliðameistara, einn öldungameistara og einn Norðurlandameistara). 

  1. Afmælissýning 2025

Hugmyndin er að hafa tvöfalda sýningu í vor með erlendum dómara annan daginn og íslenskum hinn daginn. Dómaraval er í ferli.

  1. Verðlaun á sýningum

Deildin mun halda áfram að gefa rósettur fyrir 1.-4. sæti í keppni um besta rakka og bestu tík. Styttist í að panta þurfi meira af þeim.

  1. Sýningaþjálfun

Enginn hefur boðið sig fram til þess að sjá um sýningaþjálfun fyrir deildina en óskað var eftir sjálfboðaliðum í það verkefni á vefsíðu deildarinnar og Facebook. Stjórnin mun sjá um tvær þjálfanir fyrir haustsýningu og er stefnt á 17. og 24. september. Í þetta sinn verður þjálfunin eingöngu í boði fyrir cavalier en ekki aðrar tegundir. 

  1. Heilsufarsskoðanir í haust

Eins og áður heldur deildin hóphjartaskoðun í október og einnig verður boðið upp á DNA sýnatöku. Stjórnin hefur sent inn fyrirspurn á HRFÍ vegna þróunar á Hundavefnum, en á döfinni er að pöntun á heilusfarsvottorðum (m.a. hjartavottorðum) fari þar í gegn. Við eigum eftir að fá nánari útskýringu á þessu þar sem okkar áhyggjur voru að því myndi fylgja aukakostnaður. Svo virðist þó ekki vera, heldur snýst þetta aðallega um að vottorðin verða rafræn.

Varðandi SM skönnun þurfum við að halda áfram með þá vinnu frá því í vor. Hafa þarf samband við danska klúbbinn til þess að fá ráð og dýralækni hér á landi.       

  1. Viðburðir

Störtum haustinu með einni skyndigöngu næstkomandi miðvikudag 21. ágúst kl. 18. Viðburður á Facebooksíðu deildarinnar.

Feldhirðunámskeið verður haldið í september. 

Fundi slitið kl. 18:45.

Fundargerð ritaði Sunna Gautadóttir.